18.11. | Haustfundur um mannvirkjajarðfræði

Kæru félagar stjórn félagsins minnir á haustfund um mannvirkjajarðfræði, sem haldinn verður föstudaginn næstkomandi, 18. nóvember. Auk Steinsteypufélagsins eru það Jarðfræðafélag Íslands, Jarðtæknifélag Íslands, Jarðgangafélag Íslands og ISCOLD sem bjóða til þessa sameiginlega haustfundar í Grósku, Bjargargötu 1 í Vatnsmýrinni. Boðið verður upp á fjölbreytta og fróðlega dagskrá milli klukkan 9.00 og 16.00, sem endar með […]

9.11. | Fjarfundur um alkalímál

Kæru félagar,Stjórn félagsins minnir á morgunfund um alkalímál miðvikudaginn næstkomandi, 9.11. kl. 9.00-10.30Dagskrá: Børge Johannes Wigum – HeidelbergMaterials/Hornsteinn: „Alkalívirkni í steinsteypu. Ný Byggingarreglugerð og RILEM-prófanir“ Guðbjartur Jón Einarsson – Landsvirkjun: „Niðurstöður úr veðrunarstöð“ Að framsöguerindum loknum verða umræður um þau áhrif sem ný byggingareglugerð hefur á steinefna- og steypuframleiðendur. Hlekkur á fundinn er hér. Stjórnin […]

Norrænn fjarfundur um loftslagsmál

Frá sænskum félögum okkar – ath tímamismuninn, fundurinn er kl. 11-12.30 að íslenskum tímaInbjudan till webbinarium ”Klimatförbättrad betong för dricksvattenanläggningar” den 26 oktober kl 13-14.30Författarna och initiativtagarna till denna nya SVU-rapport bjuder in till ett webbinarium för att diskutera tolkning och tillämpning av resultaten.Webbinariet vänder sig främst till VA-organisationer men även andra aktörer i leveranskedjan […]

Fyrstu viðburðir vetrarins

Stjórn félagsins hefur verið að skipuleggja starf vetrarins. Búið er að ákveða tvo viðburði: Haldinn verður morgunfundur um alkalímál miðvikudaginn 9. nóvember kl. 9.00-10.30. Steinsteypudagurinn verður haldinn föstudaginn 10. febrúar 2023 á Grand hótel.​Það voru umræður hvort ætti að halda hann núna í haust, ári eftir síðasta Steinsteypudag, en stjórn var sammála um að skemmtilegra […]

Aðalfundurinn 2022 og fjarfundur um nýjungar

Kæru félagar,  Við minnum á aðalfund félagsins á fimmtudaginn kemur, 19. maí kl. 17.00 hjá Eflu.  Við minnum jafnframt á fjarfund félagsins mánudaginn 23. maí kl. 9.00-10.30 um nýjungar í possolönum og íaukum en fjallað verður um calcincated clay og VPI Volcanic Pozzolan Iceland. Hér má nálgast hlekk á fundinn.  kv, stjórnin

Aðalfundur 2022

Kæru félagar,  Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2022 verður haldinn fimmtudaginn 19. maí næstkomandi kl. 17 á skrifstofu Eflu, Lynghálsi 4, fundarherbergi Mývatn​Dagskrá fundarins er svohljóðandi:1. Skýrsla stjórnar2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga3. Lagabreytingar4. Kosning stjórnarmanna5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga7. Önnur mál ​​Kær kveðja,Stjórnin​

ÁHUGAVERÐIR VIÐBURÐIR FRAMUNDAN

Framundan eru ýmsir áhugaverðir viðburðir fyrir steypuáhugafólkÞar má fyrst nefna morgunfund félagsins um nýjungar í possolönum og íaukum en fjallað verður um calcincated clay og VPI Volcanic Pozzolan Iceland. Vinsamlegast athugið að áður auglýst tímasetning hefur breyst en fundurinn verður mánudaginn 23. maí kl. 9.00-10.30.Fundurinn verið rafrænn í gegn um TEAMS, hér má nálgast hlekk á fundinn. Aðalfundur félagsins verður 19. maí […]

Fjarfundur Steinsteypufélags Íslands um breytingar á byggingarreglugerð

Fjarfundur Steinsteypufélagsins um breytingar á steypukaflanum í byggingarreglugerð var vel sóttur en yfir 70 manns tengdust fundinum sem sýnir áhugann á þessu efni. Góðar umræður voru meðan á erindinu stóð, sem og eftir það. Einar Einarsson sagði frá breytingum og þeim áherslum sem voru lagðar til grundvallar. Leiðarstefið var að tryggja endingu og lágmarka umhverfisáhrif. […]

Breytingar á byggingarreglugerð

 Steinsteypufélagið býður til fjarfundar 23. febrúar 2022 ​Á fundinum verður fjallað um fyrirhugaðar breytingar á steypukaflanum í byggingarreglugerð. Það eru þeir Eyþór Þórhallsson, HR, Einar Einarsson, BM Vallá og Guðbjartur Jón Einarsson, Mannvit/FSRE sem hafa haft veg og vanda að þessum breytingum. Einar og Guðbjartur kynna breytingarnar. Fundarstjóri verður Børge J. Wigum.Hvatt er til umræðna.  […]

Fréttir af félaginu: Vefnámskeið ECSN 25. nóv., Steinsteypudagurinn og Sigmál

Steinsteypudagurinn og Sigmál Við viljum þakka öllum kærlega fyrir frábæran Steinsteypudag sem haldinn var 5. nóvember síðastliðinn. Um 100 manns mættu á daginn og var dagskráin í ár mjög fróðleg og skemmtileg. Þetta hefði ekki verið mökuleiki nema fyrir hjálp allra sem að honum stóðu; stjórrn, fyrirlesurum, þátttakendum og styrktaraðilum. Sementsverksmiðjan bauð upp á léttar […]