Nemendaviðurkenningar

Viðurkenning til námsmanna sem klárað hafa lokaverkefni á sviði steinsteypu.
Steinsteypufélag Íslands veitir árlega viðurkenningar til námsmanna, sem hafa klárað lokaverkefni sín í tækniskóla eða í háskóla. Áskilið er að verkefnið fjalli um grunnrannsóknir á steinsteypu eða tengt notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður.

Umsóknum skal skilað fyrir 1. febrúar ár hvert, til Steinsteypufélags Íslands, á tölvupósti til [email protected]. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Í umsókn skal m.a. koma fram nafn umsækjanda, heiti verkefnis ásamt ítarlegri lýsingu, heiti stofnunar sem verkefnið var unnið við og nafn/nöfn leiðbeinanda.

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins á [email protected]

2023

Rúnar Steinn Smárason, HR, fyrir verkefnið: Þróun nýrrar tengingar milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls.
Friad Nadir Hamad, HR, fyrir verkefnið: The Influence of Icelandic Aggregate on Modulus of Elasticity of Concrete.

2021

Björgvin Grétarsson, HR, fyrir verkefnið: Sker í steypu og samanburður á helstu hönnunaraðferðum skerbentra bita við raunverulegar skerprófanir.

2020

Atli Geir Ragnarsson, Samvinnuverkefni HR og Vegagerðarinnar, ásamt ETH í Zurich og OSMOS Group í Frakklandi – Heiti verkefnis: „Burðarþolsrannsókn á brú yfir Steinavötn í Suðursveit“
Gísli Steinn Arnarson, HÍ – Heiti verkefnis: „Næmnigreining áhrifa mismunandi breytna á reiknaðar niðurstöður á rakaástandi steinsteypu í íslenskum útveggjum“
Jóhann Ingi Jónsson, HR – Heiti verkefnis: „Áhrif mismunandi basalttrefja á beygjuþol sprautusteypu og samanburður við þekktar lausnir, stáltrefjar og plasttrefjar“

Nemendaviðurkenningar Steinsteypufélags Íslands árið 2020 voru styrktar af Hnit, Mannvit, Verkís og Karsten Iversen ehf. 

2017

Birgir Pétursson, HÍ – Heiti verkefnis: „Standard FA sement á Íslandi – Sement með flugösku sem aðalíauka, áhrif hennar og aðrir þættir“

2016

Anna Beta Gísladóttir, HÍ – Heiti verkefnis: „Burðarþolsgreining á járnbentum steypustrendingum með stafrænni myndgreiningartækni“
Guðmundur Úlfar Gíslason, HR – Heiti verkefnis: „Veðurkápa á forsteyptum útveggjaeiningum með basalttrefjabendingu“

2015

Einar Ás Pétursson, HR – Heiti verkefnis: „Áhrif íslenskra fylliefna á togþol steinsteypu“
Jóhann Albert Harðarson, HR – Heiti verkefnis: „Álagsháðar formbreytingar steinsteypu með gleypnum fylliefnum“
Kristinn Lind Guðmundsson, HÍ – Heiti verkefnis: „Efniseiginleikar steinefna af hafsbotni Kollafjarðar“
Valgeir Ólafur Flosason, HR – Heiti verkefnis: “Shrinkage of Concrete using Porous Aggregates”

2014

Wassim I. Mansour, HR – Heiti verkefnis: „Development towards a Sustainable Self-Consolidating Concrete of Very Low Carbon Footprint – The EcoCrete Xtreme“
Þorsteinn Eggertsson, HR – Heiti verkefnis: „Hönnun trefjastyrktra- og hefðbundinna platna á fyllingu“
Þórdís Björnsdóttir, HR – Heiti verkefnis: „Fjaðurstuðull steinsteypu“

2013

Valgeir Ó. Flosason, HR – Heiti verkefnis: „Áhrif fylliefna á skammtímaformbreytingar í gólfílögnum án álags“

2012

Þórður Kristjánsson, HR – Heiti verkefnis: „Ending steypu án loft-blendis“ eða „Durability of non air entrained concrete“ en verkefnið var skrifað á ensku
Páll Viggó Bjarnason – Heiti verkefnis: „Bendilukt steinsteypa úr íslenskum efnum“

2010

Sigrún Sigurhjartardóttir, HR – Heiti verkefnis: „Samvirkni ásteypulags og holplatna“

2009

Pálmi Þór Sævarsson, HR – Heiti verkefnis: „Skrið steypu og áhrif þess á burðarvirkjahönnun“
Helgi Bárðarson – Heiti verkefnis: „Greining og hönnun mannvirkja á jarðskjálftasvæði“

2008

Ester Rós Jónsdóttir og Grettir Adolf Haraldsson, HR – Heiti verkefnis: „Bitar bentir með FRP stöngum“
Helgi Sigursteinn Ólafsson, HR – Heiti verkefnis: „Brúargólf úr einingum“

2007

Kristinn L. Guðmundsson, HÍ – Heiti verkefnis: „Áhrif fylliefna á eiginleika steinsteypu“

2006

Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, lokaverkefni til B.Sc í byggingatæknifræði við HR – Heiti verkefnis: „Alkalívirkni steinsteypu – nýjar prófunaraðferðir“ 
Erla Margrét Gunnarsdóttir, lokaverkefni til B.Sc í byggingatæknifræði við HR – Heiti verkefnis: „Áhrif thixótrópíu á mótaþrýsting í sjálfútleggjandi steypu“ eða „Stabilizers as Mean to Reduce Form Pressure by Increasing Thixotropy in SCC“ en verkefnið var skrifað á ensku. 
Guðbjartur Jón Einarsson, lokaverkefni til B.Sc. í byggingatæknifræði við HR – Heiti verkefnis: „Um notkun trefjasteypu í burðarkerfi veðrunarkápu forsteyptra útveggjaeininga“

2004

María Dís Ásgeirsdóttir, lokaverkefni til B.Sc í byggingatæknifræði við Tækniháskóla Íslands – Heiti verkefnis: „Hraðvirkt múrstrendingapróf ásamt samvirkni frost/þýðu og alkalivirkni“
Kári Steinar Karlsson, meistaraverkefni við Háskóla Íslands – Heiti verkefnis: „Ólínuleg burðargreining á þriggja hæða skúfveggja byggingu“ 

2000

Þórður Sigfússon, meistaraverkefni við Háskóla Íslands – Heiti verkefnis: „Ólínuleg greining á jarðskjálftastyrk steinsteyptra skerveggja“