Frá félaginu

 Kæru félagar, Stjórn félagsins hefur þegar hist í tvígang og er farin að undirbúa starf vetrarins. Stefnt er að því að halda webinar miðvikudaginn 1. nóvember kl. 9.00-10.30, nánar auglýst síðar en áhugi er innan stjórnar að skoða endurnýtingu og -vinnslu í steinsteypu.  Einnig er stefnt að því að halda vinnustofu í samvinnu við HMS og […]

Frá HMS

HMS vill koma þessum upplýsingum á framfæri:HMS tekur þátt í nýsköpunarvikunni með Verkís fyrir hönd mannvirkjageirans og stendur saman að viðburði hjá HMS í Borgartúni 21 – https://www.innovationweek.is/ Hér er frétt um fundinn www.hms.is: https://hms.is/vidburdir/nyskopun-i-mannvirkjager%C3%B0 HMS – Facebook: https://www.facebook.com/events/769706068111676/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[]%7D   Fyrri hluti fundarins verður með áherslu á nýsköpun í byggingarefnum hjá styrkhöfum Asks – mannvirkjarannsóknasjóðs og seinni hluti […]

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2023

AÐALFUNDARBOÐ 2023 Kæru félagar, Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2023 verður haldinn þriðjudaginn 16. maí næstkomandi kl. 17 á skrifstofu VSÓ, Borgartúni 20, 2. hæð.​Dagskrá fundarins er svohljóðandi:1. Skýrsla stjórnar.2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga.3. Lagabreytingar.4. Kosning stjórnarmanna.5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga. Fyrir liggur tillaga stjórnar að félagsgjöld einstaklinga verði 4000 kr.7. Önnur mál.​​Kær kveðja,Stjórnin

ESCN veffundur um bindiefni og steypu næsta áratugar

 Miðvikudaginn 29. mars verður næsti veffundur ESCN um bindiefni og steypu næsta áratugar. Fundarstjóri verður Børge Johannes Wigum, formaður Steinsteypufélagsins.  ECSN er net evrópskra steinsteypufélaga sem samanstendur af 13 félögum. Á þessum fundi kynna helstu sérfræðingar innan ECSN dæmi frá ýmsum Evrópulöndum um hvernig byggingageirinn getur dregið úr áhrifum steypu á loftslag.Þetta er annar fundurinn sem ECSN […]

Steinsteypudagurinn 2023

Steinsteypudagurinn 2023 var haldinn föstudaginn 10. febrúar s.l. á Grand hótel. Að venju var dagurinn fjölsóttur en um 100 manns voru skráðir. Erindi voru fjölbreytt, afar fróðleg og vel flutt. Er öllum þeim sem gáfu sér tíma til að flytja erindi þakkað kærlega fyrir þeirra innlegg en án þeirra væri ekki mögulegt að bjóða upp […]

Hvernig byggjum við vistvæna framtíð?

Steinsteypufélagið vill benda á áhugavert innlegg strax eftir hádegismat á Steinsteypudegi en þá verður fjallað um hvernig við getum byggt vistvænni framtíð og hvaða hindranir og lausnir eru á vegferðinni að aukinni notkun á vistvænni steypu. Eins og flestir vita og vel hefur verið kynnt á vettvangi Steinsteypufélagsins voru gerðar breytingar á steypukafla byggingarreglugerðar í […]

Steinsteypudagur 2023 | Skráningarfrestur framlengdur til 8.2.2023

Kæru félagar  við minnum á að skráning á Steinsteypudag 2023 er nú í fullum gangi, en skráningarfrestur hefur verið framlengdur til miðvikudagsins 8. febrúar n.k. Einfaldast er að fylla út skráningarform sem er aðgengilegt hér en einnig má senda tölvupóst á netfang félagsins, [email protected] ​Dagskrá Steinsteypudags er metnaðarfull, að vanda. Bryddað er upp á þeirri nýjung […]

Steinsteypuverðlaun 2024 | Óskað eftir ábendingum um mannvirki

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar, enda er steinsteypa eitt helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn Steinsteypufélags Íslands hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2024. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Við valið verður haft […]

Nýtt efni á youtube rás félagsins – hvað er framundan

Nýtt efni á YOUTUBE rás félagsins – endilega skráið ykkur í áskrift Í byrjun nóvember var fjarfundur um alkalivikni í steinsteypu. Tveir frummælendur voru á fundinum. Børge Johannes Wigum fjallaði um nýja byggingarreglugerð og RILEM prófanir og Guðbjartur Jón Einarsson sagði frá áhugaverðum niðurstöðum úr veðrunarstöð. Þetta eru mjög fróðleg erindi og við hvetjum ykkur að horfa á þau.Steinsteypudagur 10. febrúar 2023 – […]

Haustfundur 2022 | Mannvirkjajarðfræði – ágripahefti

Föstudaginn 18. nóvember 2022 var haldinn sameiginlegur haustfundur um mannvirkjajarðfræði. Að fundinum stóðu fimm félög: Jarðfræðafélag Íslands Jarðtæknifélag Íslands Jarðgangafélag Íslands Steinsteypufélag Íslands ISCOLD Hér má nálgast rafrænt ágripahefti fundarins.