ESCN veffundur um bindiefni og steypu næsta áratugar

 Miðvikudaginn 29. mars verður næsti veffundur ESCN um bindiefni og steypu næsta áratugar. Fundarstjóri verður Børge Johannes Wigum, formaður Steinsteypufélagsins. 

ECSN er net evrópskra steinsteypufélaga sem samanstendur af 13 félögum. Á þessum fundi kynna helstu sérfræðingar innan ECSN dæmi frá ýmsum Evrópulöndum um hvernig byggingageirinn getur dregið úr áhrifum steypu á loftslag.
Þetta er annar fundurinn sem ECSN hefur skipulagt á sviði sjálfbærrar steinsteypu og var sá fyrri haldinn 25. nóvember 2021 um efnið „Steypa og sjálfbærni – uppfærsla á áframhaldandi viðleitni í Evrópu“.

Hér má finna nánari upplýsingar um þennan fund og skráning er  hér. Fundurinn hefst kl 10.30 að íslenskum tíma.

Deila á samfélagsmiðlum: