Þemafundur í dag: Steinsteypa – Verklýsingar og kröfur
Kæru félagar, Við viljum minna á fundinn okkar í dag, fimmtudaginn 29. apríl á Teams. Þemað að þessu sinni er: “Steinsteypa: Verklýsingar og kröfur” og fundarstjóri er Ingunn Loftsdóttir, varaformaður Steinsteypufélagsins. Fyrirlesarar eru þrír og koma með stutt erindi frá framleiðanda, eftirliti og verktaka: “Gæði steinsteypu – frá teikningu í mót” – Kai Westphal, Steypustöðin. “Til hvers eru verklýsingar” – Guðbjartur […]
Þemafundur, viðtal við formanninn á Rúv og norræn útgáfa
Þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki enn hist í raunheimum á þessu stjórnarári þá höfum við alls ekki setið auðum höndum og fundað reglulega í netheimum. Um miðjan mars fór formaður félagsins, Børge, í viðtal hjá Rúv þar sem hann ræddi um starfsemi félagsins og þemafundinn okkar um umhverfisvæna steypu. Hlekk á viðtalið má finna […]
Þemafundur – Er steypan umhverfisvæn?
Þann 19. janúar síðastliðinn hélt Steinteypufélag Íslands sinn fyrsta þemafund ársins 2021. Var hann haldin í fjarfundi vegna aðstæðna og bar yfirskriftina „Er steypan umhverfisvæn?“. Mæting var mjög góð eða yfir 40 manns sem tóku sér tíma til að vera með. Á fundinum voru haldin þrjú erindi og opin umræða á eftir. Fundarstjóri var Ingunn […]
Rafrænn fundur í næstu viku og Steinsteypudeginum frestað
Kæru félagar, Eins og staðan er í samfélaginu í dag þá sjáum við okkur ekki annað fært en að fresta Steinsteypudeginum í ár, venjan er að halda Steinsteypudaginn þriðja föstudaginn í febrúar. Steinsteypudagurinn er ekki bara dagur fullur af áhugaverðum fyrirlestrum heldur einnig frábært tækifæri til að hitta aðra í bransanum og skrafa saman um […]
Fréttir af starfi félagsins
Í haust tók við ný stjórn Steinsteypufélagins. Aðalbreytingar á stjórn frá því í fyrra eru þær að Karsten Iversen hætti í stjórn og inn í staðinn kom Börge Johannes Wigum. Lárus Helgi Lárusson færði sig úr varastjórn yfir í aðalstjórn og Guðbjartur Jón Einarsson fór úr aðalstjórn yfir í varastjórn. Á fyrsta fundi félagsins skipti […]
Opinn fundur: Steinefni í Steinsteypu
Kæru félagar, Þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi mun Steinsteypufélag Íslands standa fyrir opnum fundi um Steinefni í Steinsteypu. Fundurinn verður rafrænn í gegnum Teams og hefst hann klukkan 10 og stendur til 11.30. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: Framleiðsla og notkun steinefna í steypu– Børge Johannes Wigum, jarðverkfræðingur, Hornsteinn/HeidelbergCement Northern Europe. Prófunaraðferðir og kröfur til steinefna í steinsteypu – Alexandra Björk Guðmundsdóttir, […]
Aðalfundur 2020
Kæru félagar, Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2020 verður haldinn fimmtudaginn 10. september næstkomandi kl. 17 á skrifstofu Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga3. LagabreytingarEin tillaga hefur borist stjórn um lagabreytingu „Að einstaklingar eldri en 65 ára greiði ekki félagsgjald“ og verður tillagan tekin fyrir á fundinum. 4. Kosning stjórnarmanna5. Kosning tveggja […]
Steinsteypudagurinn 21.febrúar – Skráning er hafin!
Kæru félagar, Skráning er hafin á Steinsteypudaginn 2020 sem haldinn verður þann 21.febrúar næstkomandi. Við verðum með stútfulla og æsispennandi dagskrá yfir allan daginn og ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Með því að smella á myndina hér að neðan þá opnast dagskráin í nýjum glugga. Skráning á [email protected] fyrir 17.febrúar. Endilega látið fylgja […]
Nemendaviðurkenningar Steinsteypufélags Íslands
Viðurkenning til námsmanna sem klárað hafa lokaverkefni á sviði steinsteypu. Steinsteypufélag Íslands veitir árlega viðurkenningar til námsmanna, sem hafa klárað lokaverkefni sín í tækniskóla eða í háskóla. Áskilið er að verkefnið fjalli um grunnrannsóknir á steinsteypu eða tengt notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar […]
Aðalfundur 2019
Kæru félagar, Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2019 verður haldinn fimmtudaginn 9. maí næstkomandi kl. 17 á skrifstofu Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga3. Lagabreytingar4. Kosning stjórnarmanna5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga7. Önnur mál Kær kveðja,Stjórnin
Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019
Steinsteypuverðlaunin 2019 voru veitt við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum á Grand Hótel í dag, þann 15. febrúar 2019 en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Í ár bárust félaginu 13 tillögur og af þeim þrettán tillögum voru valin fimm mannvirki til að skoða […]
Steinsteypuverðlaunin 2019 – Tilnefningar
Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar, enda er steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga. Á föstudaginn næsta, þann 15.febrúar verður Steinsteypudagurinn 2019 haldinn hátíðlegur á Grand Hótel. Þar verður veitt viðurkenning fyrir steinsteypt mannvirki ársins árið 2019, þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu […]