Opinn fundur: Steinefni í Steinsteypu

Kæru félagar, 

Þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi mun Steinsteypufélag Íslands standa fyrir opnum fundi um Steinefni í Steinsteypu. Fundurinn verður rafrænn í gegnum Teams og hefst hann klukkan 10 og stendur til 11.30.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

Framleiðsla og notkun steinefna í steypu
– Børge Johannes Wigum, jarðverkfræðingur, Hornsteinn/HeidelbergCement Northern Europe.

Prófunaraðferðir og kröfur til steinefna í steinsteypu 
– Alexandra Björk Guðmundsdóttir, jarðfræðingur – BM Vallá.

Notkun og áhrif mismunandi steinefna í fersksteypu
– Andri Jón Sigurbjörnssonjarðfræðingur – Steypustöðin.

Umræður

Hlekk á fundinn á Teams má finna HÉR.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur: [email protected]

Hlökkum til að sjá sem flesta á fyrsta opna rafræna fundi Steinsteypufélagsins. 


 
Deila á samfélagsmiðlum: