Steinsteypudagurinn 21.febrúar – Skráning er hafin!

Kæru félagar, 

Skráning er hafin á Steinsteypudaginn 2020 sem haldinn verður þann 21.febrúar næstkomandi. Við verðum með stútfulla og æsispennandi dagskrá yfir allan daginn og ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Með því að smella á myndina hér að neðan þá opnast dagskráin í nýjum glugga. 

Skráning á [email protected] fyrir 17.febrúar.

Endilega látið fylgja með kennitölu og heimilisfang, sem og nafn, kennitölu og heimilisfang greiðanda ef annar en þáttakandi.

​Bendum á að eins og oft áður er frítt fyrir nemendur í boði Aalborg Portland, Sementsverksmiðjunnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.


 
Deila á samfélagsmiðlum: