Aðalfundur 2022

Kæru félagar,  Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2022 verður haldinn fimmtudaginn 19. maí næstkomandi kl. 17 á skrifstofu Eflu, Lynghálsi 4, fundarherbergi Mývatn​Dagskrá fundarins er svohljóðandi:1. Skýrsla stjórnar2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga3. Lagabreytingar4. Kosning stjórnarmanna5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga7. Önnur mál ​​Kær kveðja,Stjórnin​

ÁHUGAVERÐIR VIÐBURÐIR FRAMUNDAN

Framundan eru ýmsir áhugaverðir viðburðir fyrir steypuáhugafólkÞar má fyrst nefna morgunfund félagsins um nýjungar í possolönum og íaukum en fjallað verður um calcincated clay og VPI Volcanic Pozzolan Iceland. Vinsamlegast athugið að áður auglýst tímasetning hefur breyst en fundurinn verður mánudaginn 23. maí kl. 9.00-10.30.Fundurinn verið rafrænn í gegn um TEAMS, hér má nálgast hlekk á fundinn. Aðalfundur félagsins verður 19. maí […]

Fjarfundur Steinsteypufélags Íslands um breytingar á byggingarreglugerð

Fjarfundur Steinsteypufélagsins um breytingar á steypukaflanum í byggingarreglugerð var vel sóttur en yfir 70 manns tengdust fundinum sem sýnir áhugann á þessu efni. Góðar umræður voru meðan á erindinu stóð, sem og eftir það. Einar Einarsson sagði frá breytingum og þeim áherslum sem voru lagðar til grundvallar. Leiðarstefið var að tryggja endingu og lágmarka umhverfisáhrif. […]

Breytingar á byggingarreglugerð

 Steinsteypufélagið býður til fjarfundar 23. febrúar 2022 ​Á fundinum verður fjallað um fyrirhugaðar breytingar á steypukaflanum í byggingarreglugerð. Það eru þeir Eyþór Þórhallsson, HR, Einar Einarsson, BM Vallá og Guðbjartur Jón Einarsson, Mannvit/FSRE sem hafa haft veg og vanda að þessum breytingum. Einar og Guðbjartur kynna breytingarnar. Fundarstjóri verður Børge J. Wigum.Hvatt er til umræðna.  […]

Fréttir af félaginu: Vefnámskeið ECSN 25. nóv., Steinsteypudagurinn og Sigmál

Steinsteypudagurinn og Sigmál Við viljum þakka öllum kærlega fyrir frábæran Steinsteypudag sem haldinn var 5. nóvember síðastliðinn. Um 100 manns mættu á daginn og var dagskráin í ár mjög fróðleg og skemmtileg. Þetta hefði ekki verið mökuleiki nema fyrir hjálp allra sem að honum stóðu; stjórrn, fyrirlesurum, þátttakendum og styrktaraðilum. Sementsverksmiðjan bauð upp á léttar […]

Steinsteypudagurinn 5.nóvember – Skráning er hafin!

Kæru félagar,  Skráning er hafin á Steinsteypudaginn 2021 sem haldinn verður þann 5.nóvember næstkomandi. Steinsteypufélagið verður 50 ára í ár og verðum við með stútfulla og æsispennandi dagskrá yfir allan daginn. Með því að smella á myndina hér að neðan þá opnast dagskráin í nýjum glugga.  Skráning á [email protected] fyrir 1.nóvember Endilega látið fylgja með kennitölu og heimilisfang, sem og […]

Nemendaviðurkenningar Steinsteypufélagsins

Steinsteypufélag Íslands veitir árlega viðurkenningar til námsmanna, sem klárað hafa lokaverkefni sín í tækniskóla eða háskóla. Áskilið er að verkefnið fjalli um grunnrannsóknir á steinsteypu eða tengt notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður.  Umsóknum skal skilað fyrir 15.október á tölvupósti til félagsins á: […]

Steinsteypudagurinn og Sigmál, fréttabréf félagsins

– Lumar þú á grein eða fyrirlestri? Steinsteypudagurinn verður haldinn þann 5.nóvember næstkomandi á Grand Hótel. Steinsteypufélag Íslands verður 50 ára þann 11. desember og mun því áherslan verða á fortíð, nútíð og framtíð og má eiga von á hátíðardagskrá að þessu tilefni. Sigmál, fréttabréf félagsins mun koma út núna í lok október, fyrir Steinsteypudaginn eins og […]

STEINSTEYPUVERÐLAUNIN 2021

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar, enda er steinsteypa eitt helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn Steinsteypufélags Íslands hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2021. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Við valið verður haft […]

Steinsteypudagurinn 2021

Kæru félagar,  Nú er komið að því að Steinsteypudagurinn 2021 verði haldinn.  Dagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 5.nóvember næstkomandi á Grand Hótel.  Steinsteypufélag Íslands verður 50 ára þann 11. desember og munum við því leggja áherslu á fortíð, nútíð og framtíð steinsteypu á Íslandi og er von á spennandi dagskrá í þeim efnum.  Takið daginn frá! […]

Aðalfundur 2021

Kæru félagar,  Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2021 verður haldinn fimmtudaginn 20. maí næstkomandi kl. 17 hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík ​Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga3. Lagabreytingar4. Kosning stjórnarmanna5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga7. Önnur mál ​ ​Kær kveðja,Stjórnin​