Steinsteypudagurinn 5.nóvember – Skráning er hafin!

Kæru félagar, 

Skráning er hafin á Steinsteypudaginn 2021 sem haldinn verður þann 5.nóvember næstkomandi. Steinsteypufélagið verður 50 ára í ár og verðum við með stútfulla og æsispennandi dagskrá yfir allan daginn. Með því að smella á myndina hér að neðan þá opnast dagskráin í nýjum glugga. 

Skráning á [email protected] fyrir 1.nóvember

Endilega látið fylgja með kennitölu og heimilisfang, sem og nafn, kennitölu og heimilisfang greiðanda ef annar en þáttakandi.

​Við bendum á að frítt fyrir nemendur í boði Aalborg Portland og Sementsverksmiðjunnar. (Hámark 30 nemendur). 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

kv. 
Stjórnin


 
Deila á samfélagsmiðlum: