Nemendaviðurkenningar Steinsteypufélagsins

Steinsteypufélag Íslands veitir árlega viðurkenningar til námsmanna, sem klárað hafa lokaverkefni sín í tækniskóla eða háskóla. Áskilið er að verkefnið fjalli um grunnrannsóknir á steinsteypu eða tengt notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður. 

Umsóknum skal skilað fyrir 15.október á tölvupósti til félagsins á: [email protected]. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Í umsókn skal m.a. koma fram nafn umsækjanda, heiti verkefnis ásamt ítarlegri lýsingu, heiti stofnunar sem verkefnið var unnið við og nafn/nöfn leiðbeinanda.  

Deila á samfélagsmiðlum: