Stofnfundur spegilnefndar vegna steinsteypu

Kæru félagar,

í vetur hefur félagið, í samvinnu við byggingarstaðlaráð, undirbúið stofnun spegilnefndar vegna staðla sem tengjast steypu. Hér með er boðað til stofnfundar hennar föstudaginn 28. júní kl. 11.00-12.00 og er hann opinn öllum áhugasömum. Fundurinn verður haldinn hjá COWI Ísland, áður Mannvit, að Urðarhvarfi 6. 

Arngrímur Blöndahl, Staðlaráði, kynnir verkefnið. Í framhaldi af því verða umræður. 
Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig á fundinn hér.

Kveðja, 
Steinsteypufélagið og Staðlaráð

Stofnfundur um stofnun spegilnefndar vegna staðla sem tengjast steinsteypu.
Fundurinn verður haldinn hjá COWI í fundarherbergi 111 og hefst hann kl. 11:00, 28.júní 2024 og er haldinn í samráði Steinsteypufélagsins og Byggingarstaðlaráðs.
Allir hagaðilar eru velkomnir á fundinn og geta tekið þátt í vinnu nefndarinnar. Hvetjum sérstaklega þá sem vinna við hönnun og/eða efnisprófanir í tengslum við steinsteypu í víðasta skilningi að taka þátt í stofnfundi.
Í upphafi er verkefni spegilnefndarinnar að fylgjast með vinnu CEN/TC 104 Concrete and related products. Viðfangsefni CEN/TC 104 má sjá á mynd í viðauka eða á eftirfarandi hlekk evrópsku staðlasamtakanna: https://standards.cencenelec.eu/dyn/www/f?p=205:7:0::::FSP_ORG_ID:6087&cs=1EF017FD28A2CA7FB8DFED121D7045B7E
Þegar spegilnefndin hefur tekið til starfa getur hún ákveðið að stækka sitt verksvið og fylgjast með fleiri tækninefndum eða vinnu við tiltekna staðla á sviðinu. Nefndin skal kjósa sé formann, ritari nefndarinnar er starfsmaður Byggingarstaðlaráðs.
Markmið með stofnun spegilnefndar geta t.d. verið:

  • Fylgjast með vinnu við gerð nýrra Evrópustaðla og staðla í endurskoðun.
  • Gæta séríslenskra hagsmuna í evrópskri staðlagerð.
  • Taka afstöðu til efnisatriða í Evrópskri staðlagerð þegar við á og ákvarðanir geta varðað sér íslenskar aðstæður.
  • Skapa virkan og opinn samráðsvettvang sérfræðinga á sviðinu.
  • Vera ráðgefandi fyrir stjórnvöld m.a. um ákvæði reglugerða og gerð íslenskra sérákvæða og/eða staðla á sviðinu.
  • Stuðla að miðlun þekkingar innanlands og utan.
  • Virk tengsl við norrænar spegilnefndir sem vinna á sama sviði.
  • Aukinn aðgangur að alþjóðlegri sérfræðiþekkingu og rannsóknarvinnu sem evrópsk staðlagerð byggir á.

Spegilnefndin mun leita til sérfróðra aðila innan eða utan nefndarinnar að taka að sér að fylgjast með  tilteknum verkefnum þegar það á við. Um getur verið að ræða að fylgjast með tilteknum staðli eða tilteknu viðfangsefni í undirhópum nefndar (SC) eða vinnuhópi nefndar (WG) sjá nefndir og þeirra vinnu á linknum https://standards.cencenelec.eu/dyn/www/f?p=CEN:6 .
Nánar af vef Staðlaráðs um spegilnefndir, REGLUR UM ÞÁTTTÖKU Í STAÐLASTARFI Á VEGUM STAÐLARÁÐS ÍSLANDS (stadlar.is)

 Viðauki:
Document monitor:
Sérfræðingur er skráður í nefndina (CEN/TC), undirnefnd (SC) eða vinnuhóp (WG) til að fylgjast með starfinu eða vinnu við stakan staðal í gegnum tölvupóstsamskipti. Slík þátttaka tryggir að viðkomandi fulltrúi fær öll mikilvæg gögn yfir netið sem hann getur t.d. dreift til spegilnefndar.
Committee member:
Sérfræðingur er skráður í nefndina. Hann mætir á fundi og tekur þátt á starfi nefndarinnar og tekur afstöðu til málefna í vinnslu nefndarinnar. Vinna byggir á samskiptum á netinu í bland við að mæta á fundi nefndarinnar og/eða taka þátt í fundum yfir netið.
Dæmi um evrópskar tækninefndir á sviðinu.

Deila á samfélagsmiðlum: