Steinsteypudagur 2023 | Skráningarfrestur framlengdur til 8.2.2023

Kæru félagar 

við minnum á að skráning á Steinsteypudag 2023 er nú í fullum gangi, en skráningarfrestur hefur verið framlengdur til miðvikudagsins 8. febrúar n.k. 
Einfaldast er að fylla út skráningarform sem er aðgengilegt hér en einnig má senda tölvupóst á netfang félagsins, [email protected]

​Dagskrá Steinsteypudags er metnaðarfull, að vanda. Bryddað er upp á þeirri nýjung að þessu sinni að vera með pallborð að loknum erindum í stað hefðbundinna fyrirspurna og býður það upp á fjörlegar umræður. Einnig verða nemendaviðurkenningar og Steinsteypuverðlaunin verða afhent. Boðið verður upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni.

kv, stjórnin

Deila á samfélagsmiðlum: