Steinsteypuverðlaunin 2016

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar enda steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn félagsins hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2016. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.  Við valið verður haft að […]

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2015

Kæru félagar,  Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2015 verður haldinn fimmtudaginn 7. maí næstkomandi kl. 17 á Skrifstofu Steypustöðvarinnar, Malarhöfða 10, 110 Reykjavík. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga3. Lagabreytingar4. Kosning stjórnarmanna5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga7. Önnur mál  Kær kveðja,Stjórnin

Steinsteypudagurinn 2015 – Dagskrá og skráning hafin

Steinsteypudagurinn 2015 verður haldinn á Grand hótel föstudaginn 20. febrúar 2015 klukkan 8.30 – 17.00Boðið er upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og tekið á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum þessa dagana.  Nýjung í ár er að það verður happdrætti fyrir fundamenn í lok dags. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, gjafabréf sem gilda […]

Nemendaverðlaun Steinsteypufélags Íslands 2015

Steinsteypufélagið hefur á stefnuskrá sinni að veita árlega verðlaun, ein eða fleiri, til nemenda sem hafa nýlega unnið að lokaverkefnum í tækniháskóla eða að meistara- eða doktorsverkefnum. Áskilið er að verkefnið fjalli um rannsóknir á steinsteypu eða hagnýta notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar […]

Steinsteypudagurinn 2015 – Takið daginn frá!

Kæru félagar! Steinsteypudagurinn 2015 verður haldinn föstudaginn20. febrúar 2015 á Grand Hótel frá kl. 8.30 – 17.00.  Stjórn félagsins er í óðaönn þessa dagana að bóka fyrirlesara og er von á fróðlegum og fjölbreyttum steinsteypudegi.  Takið daginn frá! Bestu kveðjur, Stjórn Steinsteypufélags Íslands  

Steinsteypuverðlaunin 2015

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar enda steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn félagsins hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2015. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Við valið verður haft að […]

Morgunfundur 11.nóvember um vinnubrögð í mannvirkjagerð

Kæru félagar,Steinsteypufélag Íslands ætlar að halda morgunfund þann 11. nóvember næstkomandi þar sem fjallað verður um vinnubrögð í mannvirkjagerð frá sjónarhorni framleiðanda, hönnuðar og verktaka og einnig verður rætt almennt um steypuskemmdir. Dagskráin byrjar á fyrirlestrum og endar á pallborðsumræðum. Mun félagið bjóða uppá kaffi fyrir og í hléi.  Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist kl. 9:00 og sé […]

Ævintýri í Abu Dhabi

Steinsteypufélag Íslands vekur athygli á þætti um umhverfisvæna steinsteypu í opinni dagskrá á Stöð 2 kl. 19:20-19:55 í kvöld.  Í þættinum Ævintýri í Abu Dhabi er Ólafi Wallevik, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fylgt eftir til Abu Dhabi á heimsráðstefnu um vistvæna orku árið 2012. Þar setti Ólafur og teymi hans heimsmet þegar hann ásamt fyrirtækinu Abu Dhabi Readymix framleiddi og sýndi umhverfisvænustu steypu […]

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2014

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2014 verður haldinn miðvikudaginn 21. maí næstkomandi kl. 17 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 2, 112 Reykjavík. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga 3. Lagabreytingar 4. Kosning stjórnarmanna 5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga 6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga 7. Önnur mál Kær kveðja, Stjórnin

Fjaðurstuðull – Morgunkaffi 6.maí

  Steinsteypufélag Íslands heldur morgunfund þann 6. maí næstkomandi þar sem fjallað verður um fjaðurstuðul steinsteypu. Dagskrá hefst kl. 9:00 og lýkur kl.11:40. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík. Nánari upplýsingar á næstu dögum.  Skráning hér: [email protected]

Fjaðurstuðull – Morgunkaffi 6.maí Dagskrá

  Næstkomandi þriðjudag, 6.maí heldur Steinsteypufélag Íslands morgunkaffi sem ber heitið: „Hærri fjaðurstuðull, hærra steinsteypuverð?“ þar sem rætt verður hvaða áhrif hlutefni hafa á fjaðurstuðul og hvaða áhrif fjaðurstuðull hefur á byggingarhluta og færslur þeirra.  Fundurinn verður haldinn í sal M105 í Háskólanum í Reykjavík, hefst fundurinn kl. 9:00 og lýkur kl. 11:40. Boðið verður […]