Stofnfundur um stofnun spegilnefndar vegna staðla sem tengjast steinsteypu.

Fundurinn verður haldinn hjá COWI í fundarherbergi 111 og hefst hann kl. 11:00, 28.júní 2024 og er haldinn í samráði Steinsteypufélagsins og Byggingarstaðlaráðs. Allir hagaðilar eru velkomnir á fundinn og geta tekið þátt í vinnu nefndarinnar. Hvetjum sérstaklega þá sem vinna við hönnun og/eða efnisprófanir í tengslum við steinsteypu í víðasta skilningi að taka þátt […]

Stofnfundur spegilnefndar vegna steinsteypu

Kæru félagar, í vetur hefur félagið, í samvinnu við byggingarstaðlaráð, undirbúið stofnun spegilnefndar vegna staðla sem tengjast steypu. Hér með er boðað til stofnfundar hennar föstudaginn 28. júní kl. 11.00-12.00 og er hann opinn öllum áhugasömum. Fundurinn verður haldinn hjá COWI Ísland, áður Mannvit, að Urðarhvarfi 6.  Arngrímur Blöndahl, Staðlaráði, kynnir verkefnið. Í framhaldi af […]

Ný stjórn og heimsókn í Álfsnesvík

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 14. maí hjá COWI Ísland. Tíu manns mættu á fundinn sem þykir góð mæting á viðburð sem þennan. Hefðbundnum aðalfundarstörfum var fylgt, þar á meðal greindi fráfarandi formaður frá skýrslu stjórnar um verkefnin frá síðasta aðalfundi, 16. maí 20233, sjá hér. Ný stjórn var kjörin og hefur hún nú þegar […]

Álfsnesvík 14. maí 2024

Kæru félagar,Þriðjudaginn 14. maí n.k. kl. 14.30-16.00 stendur Steinsteypufélagið fyrir heimsókn á athafnasvæði Björgunar í Álfsnesvík þar sem okkur býðst að skoða nýja starfsstöð Björgunar. Nauðsynlegt er að vera í sýnileikavesti og með hjálm. ATHUGIÐ: Hver og einn kemur sér sjálfur á staðinn.Staðsetning: Sjá hér. Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir kl. 12 mánudaginn 13. maí. Vonumst til að sjá […]

Steinsteypudagur 2024

Steinsteypudagurinn 2024 var haldinn 2. febrúar að Grand hótel í Reykjavík. Fjölmenni mætti, um 120 manns og voru fjölbreytt erindi í boði fyrir gesti og gangandi. Stjórn fékk Ágúst Børgesson Wigum til að taka saman myndband þar sem m.a. er að finna viðtöl við flesta flytjendur. Veitt voru Steinsteypuverðlaunin 2024 og á mynd sem fylgir […]

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2024

Kæru félagar,Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2024 verður haldinn þriðjudaginn 14. maí n.k. kl. 17.00 á rannsóknarstofu COWI Ísland að Víkurhvarfi 8, Kópavogi.  Dagskrá fundarins er svohljóðandi:1. Skýrsla stjórnar.2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga.3. Lagabreytingar.4. Kosning stjórnarmanna skv. 5. grein.5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga.7. Önnur mál. Kveðja, stjórnin

Evrópsk staðlavinna um frostþíðu próf

Evrópsk staðlavinna um frostþíðu próf CEN, Evrópska staðlaráðið (European Committee for Standardization),  hefur ákveðið að setja af stað vinnu við frostprófsmælingar á steypu, en vinna við það verkefni hefur legið niðri um nokkurn tíma. Staðlanefndin ber hið virðulega nafn: CEN/TC 51/WG 12/TG 4 “Frost & Freeze-Thaw Testing” og er undir stjórn Norðmannsins Terje Rönning, en […]

Fréttir í apríl

Kæru félagar, Það er ýmislegt áhugavert framundan nú á vormánuðum eða hefur nú þegar átt sér stað. Umræður, skoðanaskipti og tengsl eru eitt af því mikilvægasta í starfsemi félagsins. Til samræmis við þetta hefur stjórn skipulagt steypuspjall sem verður óformlegt spjall um heima og geima og er fyrst og fremst vettvangur til tengslamyndunar. Hugmyndin er […]

Frá stjórn

Kæru félagar  Stjórn félagsins vill benda á að miðvikudaginn 28. febrúar verður veffundur á vegum ECSN, en Kai Westphal hjá Steypustöðinni verður fulltrúi okkar frá Íslandi – sjá dagskrá og skráningu hér: www.ecsn.net Steinsteypudagurinn 2024 tókst með afbrigðum vel og var hann vel sóttur, en nokkuð á annað hundrað manns mættu á Grand hótel. Stjórn félagsins þakkar […]

Steinsteypudagur 2024 – SKRÁNING HAFIN

Kæru félagar – skráning er hafin á Steinsteypudag 2024! Á dagskrá verða fjölbreytt og áhugaverð erindi og umræður.Einnig verður boðið upp á pallborðsumræður um byggingarkostnað og húsnæðisframboð en það er málefni sem varðar okkur öll.Í pallborði verða:– Hermann Jónasson, forstjóri HMS– Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks– Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins– Björn Ingi Victorsson, framkvæmdastjóri SteypustöðvarinnarStjórnandi verður […]

Vinnustofa um vistvænni steypu og notkun hennar

Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Steinsteypufélag Íslands boða til opins samtals um vistvænni steypu og notkun hennar í verkefnum hér á landi. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.00 til 14.30 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl.Skráning: https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/2033Dagskrá 

Steinsteypuverðlaun 2024 | Óskað eftir ábendingum um mannvirki

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar, enda er steinsteypa eitt helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn Steinsteypufélags Íslands hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2024. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Við valið verður haft […]