Evrópsk staðlavinna um frostþíðu próf
CEN, Evrópska staðlaráðið (European Committee for Standardization), hefur ákveðið að setja af stað vinnu við frostprófsmælingar á steypu, en vinna við það verkefni hefur legið niðri um nokkurn tíma. Staðlanefndin ber hið virðulega nafn: CEN/TC 51/WG 12/TG 4 “Frost & Freeze-Thaw Testing” og er undir stjórn Norðmannsins Terje Rönning, en Einar Einarsson er fulltrúi Íslands í nefndinni.
Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í Þrándheimi í febrúar 22. febrúar.
Á Íslandi hefur í gegnum tíðina mest verið í notkun frostþíðupróf, sem erlendis er kallað „ Slab test“, og er upprunnið í Svíþjóð og hefur því oft verið kallað hér á landi „sænska prófið“ eða „Boraas“ aðferðin (SS 137244), en í Evrópu eru margar aðrar gerðir af frostprófum:
- CDF/CIF (CEN/TS 12390-9)
- Cube Test (CEN/TS 12390-9)
- Swiss test (SIA 262/1-C)
- Beam test (CEN/TR 15177)
Nefndin ætlar að setja af stað vinnu sem felst í að gera samanburð á aðferðunum, gera samanburð milli rannsóknarstofa á sömu aðferð (Robin round test), en einnig að bera þær saman við raunverulega frostáraun í náttúrunni. Sú áraun er að sjálfsögðu mjög misjöfn milli landa og svæða og ekki alveg ljóst hvort sömu aðferðirnar eigi alls staðar við.
Á Íslandi er mikil hefð fyrir notkun frostþíðu prófa og eru kröfur m.a. í byggingarreglugerð en í mörgum Evrópulöndum, jafnvel á norðurslóð er notkun þeirra ekki algeng. Það er hins vegar mjög mikilvægt að bæði nákvæmni mælinganna sé tryggð en einnig að þær endurspegli náttúruna að einhverju leyti.
Einar Einarsson