Við viljum þakka öllum kærlega fyrir frábæran Steinsteypudag sem haldinn var 5. nóvember síðastliðinn. Um 100 manns mættu á daginn og var dagskráin í ár mjög fróðleg og skemmtileg. Þetta hefði ekki verið mökuleiki nema fyrir hjálp allra sem að honum stóðu; stjórrn, fyrirlesurum, þátttakendum og styrktaraðilum. Sementsverksmiðjan bauð upp á léttar veitingar, Sementsverksmiðjan og Norcem buðu nemendum á Steinsteypudaginn og Efla og Mannvit styrktu nemendaviðurkenningar félagsins í ár.
Sigmál, fréttabréf Steinsteypufélagsins hefur aldrei verið stærra og var haft orð á því að það væri með glæsilegra móti í ár. Það hefði aldrei verið mögulegt heldur nema fyrir þá fjölmörgu auglýsendur og greinaskrifara sem komu að blaðinu. Sigmálið í ár er nú komið á netið og má finna það hér.
Vertu með ECSN – Samtök Steinsteypufélaga í Evrópu – Leið til sjálfbærari bygginga!
ECSN er samband/net evrópskra steinsteypufélaga og samanstendur af 13 aðildarlöndum. Á vefnámskeiði sem verður haldið 25. nóvember hefur verið safnað saman sérfræðingum úr ECSN til að kynna hvernig steypubyggingageirinn getur dregið úr áhrifum á loftslagið. Sigríður Ósk Bjarnadóttir verður með innlegg frá Íslandi, sem ber titillinn: „Circular solutions within the concrete industry to reach climate ambitions“.
Vefnámskeið: Steinsteypa og sjálfbærni – uppfærsla á áframhaldandi átaki í Evrópu.
Tími: 25. nóvember, 12:30 – 17:00 (CET)
Gjald: Vefnámskeiðið er ókeypis en skráning er nauðsynleg til að taka þátt.
Sjá nánar á: https://ecsn.net/calendar/webinar-concrete-and-sustainability-an-update-on-ongoing-efforts-in-europe/
Bestu kveðjur,
Stjórnin