Kveðja frá Nýja Sjálandi

Framkvæmdastjóri Steinsteypufélagsins situr nú ráðstefnu og tækninefndarfundi fib í Christchurch, Nýja Sjálandi. Þetta er fyrsti tækninefndarfundur fib sem félagið tekur þátt í en við fengum samþykkta inngöngu í samtökin fyrir ári. Okkur gafst tækifæri til að kynna samtökin og Ísland og er skemmst frá því að segja að mikill áhugi er á Íslandi og að halda fib fundi heima.

Það er mikið starf unnið innan fib að því að auka veg steinsteyptra mannvirkja um allan heim og margir vinnuhópar. Á vegum samtakanna er gefinn út fjöldinn allur af fréttabréfum og leiðbeiningum og margt af því sem þar kemur fram ratar síðar í alþjóðlega staðla. Steinsteypufélagið hefur aðgang að þessum gögnum öllum og er það aðgengilegt félagsfólki í gegnum stjórn eða framkvæmdastjóra.

Ritað 12. nóvember 2024 í Christchurch

Deila á samfélagsmiðlum: