Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Steinsteypufélag Íslands boða til opins samtals um vistvænni steypu og notkun hennar í verkefnum hér á landi. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.00 til 14.30 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl.
Skráning: https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/2033
Dagskrá
- Guðbjartur Jón Einarsson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, fer yfir nýlegan steypukafla byggingarreglugerðarinnar.
- Sérfræðingur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir burðarþolsákvæði byggingarreglugerðarinnar sem og nýjar áherslur á borð við LCA greiningar sem stefnt er á að innleiða út frá sjónarmiðum um vistvænni mannvirkjagerð.
- Opnar umræður til að miðla reynslu og áskorunum í tengslum við notkun á vistvænni steypu til að stuðla að aukinni meðvitund og fræðslu um hana.