Steinsteypuverðlaunin 2023

Vök Baths

Vök Baths, náttúrubaðstaður við Urriðavatn, Egilsstöðum, hlaut Steinsteypuverðlaunin 2023 við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum á Grand Hótel, þann 10. febrúar 2023. Verðlaunin eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Er öllum aðstandendum þess óskað innilega til hamingju.

Bárust félaginu átta tillögur, allt mjög glæsileg mannvirki. Nánar er greint frá þessum tillögum í Sigmáli, fréttabréfi félagsins 2023 en einnig má sjá myndir af mannvirkjunum á fb síðu félagsins.