Steinsteypuverðlaunin 2019

Bláa Lónið Retreat - áhersla á mynsturvegg

Steinsteypuverðlaunin 2019 voru veitt við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum á Grand Hótel, þann 15. febrúar 2019 en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.

Bárust félaginu 13 tillögur og af þeim þrettán tillögum voru valin fimm mannvirki til að skoða betur: Ástjarnarkirkja – Safnaðarheimili, Bláa Lónið Retreat – Hótel og heilsulind – áhersla á mynsturvegg, Brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, Búrfellsstöð II – Stoðveggur úr vistvænni steypu og Guðlaug við Langasand á Akranesi.

Að þessu sinni var það Bláa Lónið Retreat, Hótel og Heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, sem hlaut verðlaunin. Það er álit dómnefndar að steinsteypa nýtur sín vel á mörgun stöðum í byggingunni, að innan sem utan, og einstaklega vel hafi tekist til við framkvæmd á mynsturveggnum sjálfum. Mikil áhersla er á frumleika og er hönnun og framkvæmd framúrskarandi. Eldvörp (Bláa Lónið) er eigandi verksins. Um hönnun sáu Basalt Arkitektar og Efla verkfræðistofa, framkvæmd var í höndum JÁVERK og steypan í mannvirkið kom frá Steypustöðinni.