Steinsteypufélagið hefur á stefnuskrá sinni að veita árlega styrk, einn eða fleiri, til námsmanna sem vinna að lokaverkefnum í tækniháskóla eða að meistara- eða doktorsverkefnum í háskóla.
Áskilið er að verkefnið fjalli um rannsóknir á steinsteypu eða hagnýta notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður.
Hér með er auglýst eftir umsóknum fyrir styrkárið 2014 og skal umsóknum skilað fyrir 10. febrúar 2014 til Steinsteypufélags Íslands með tölvupósti: [email protected]. Steinsteypufélag Íslands áskilur sér einnig rétt til að hafna öllum umsóknum.
Í umsókn skal m.a. koma fram nafn umsækjanda, heiti verkefnis ásamt ítarlegri lýsingu, heiti skóla/stofnunar sem verkefnið er unnið við og nafn/nöfn leiðbeinanda.
Áskilið er að verkefnið fjalli um rannsóknir á steinsteypu eða hagnýta notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður.
Hér með er auglýst eftir umsóknum fyrir styrkárið 2014 og skal umsóknum skilað fyrir 10. febrúar 2014 til Steinsteypufélags Íslands með tölvupósti: [email protected]. Steinsteypufélag Íslands áskilur sér einnig rétt til að hafna öllum umsóknum.
Í umsókn skal m.a. koma fram nafn umsækjanda, heiti verkefnis ásamt ítarlegri lýsingu, heiti skóla/stofnunar sem verkefnið er unnið við og nafn/nöfn leiðbeinanda.
Afhending styrkja verður á Steinsteypudaginn 2014, þann 21.febrúar næstkomandi.