Fundurinn verður haldinn hjá COWI í fundarherbergi 111 og hefst hann kl. 11:00, 28.júní 2024 og er haldinn í samráði Steinsteypufélagsins og Byggingarstaðlaráðs.
Allir hagaðilar eru velkomnir á fundinn og geta tekið þátt í vinnu nefndarinnar. Hvetjum sérstaklega þá sem vinna við hönnun og/eða efnisprófanir í tengslum við steinsteypu í víðasta skilningi að taka þátt í stofnfundi.
Dagskrá:
- Kynning á starfsemi spegilnefnda vegna Evrópskra og/eða alþjóðlegra staðla.
- Farið yfir verkefnasvið nefndarinnar
- Kallað eftir þátttakendum í spegilnefnd úr hópi fundarmanna ( einnig verður hægt að koma til liðs við nefndina á seinni stigum)
- Kosning formanns
- Önnur mál
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir hjá Steinsteypufélaginu mun stýra fundinum.
Arngrímur Blöndahl hjá Byggingarstaðlaráði mun sjá um kynningu verkefnisins í dagskrárlið 1 og 2.