− sýni steinsteypu á áberandi hátt
− sé framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna, gæði steinsteypu og handverks
− búi yfir frumleika og endurspegli þekkingu í meðferð og notkun steinsteypu
− auðgi umhverfið, inniberi gæði, glæsileik og nytsemi og sýni augljósan metnað í samhengi við
umhverfi sitt
− sé byggt á síðustu fimm árum og í notkun
Viðurkenningin verður veitt mannvirkinu og þeim aðilum sem að því standa, svo sem verkkaupa, hönnuðum og framkvæmdaaðilum. Hún verður afhent á Steinsteypudegi í febrúar 2014.
Verkið verður valið af starfshópi sem í eiga sæti:
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, formaður, Steinsteypufélag Íslands
Ólafur H. Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Steinþór Kári Kárason, Listaháskóli Íslands
Björn Marteinsson, Verkfræðingafélag Íslands
Jóhann Einarsson, Arkitektafélag Íslands
Leitað er eftir ábendingum frá verk- og tæknifræðingum, arkitektum, byggingafræðingum, listamönnum og iðnaðarmönnum í gegnum samtök þeirra og frá skipulags- og bygginganefndum.
Hér með er óskað eftir því að viðtakandi þessa bréfs komi með ábendingu um steinsteypt mannvirki sem er þess verðugt að vera tilnefnt til þessarar viðurkenningar. Hér að neðan og undir flipanum ‘Steinsteypuverðlaunin’ eru upplýsingar um þau mannvirki sem hlotið hafa verðlaunin.
Óskað er eftir því að ábendingar berist undirritaðri fyrir 24. janúar 2014. Þeim fylgi eftirtalin gögn:
– heiti mannvirkis, staðsetning og eigandi – verkkaupi
– hönnunarteymi
– framkvæmdaaðili og – framkvæmdaár
– hvenær tekið í notkun
– stutt lýsing á mannvirki, kennistærðir og hlutverk steinsteypu – ljósmyndir og, ef vill, myndbönd (teikningar óþarfar)
Nefndin áskilur sér rétt til að meta mannvirki á innsendum gögnum sem og að óska eftir frekari upplýsingum um verkið.
Með vinsemd og virðingu,
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir
[email protected]
862 7162