Erindi voru fjölbreytt, afar fróðleg og vel flutt. Er öllum þeim sem gáfu sér tíma til að flytja erindi þakkað kærlega fyrir þeirra innlegg en án þeirra væri ekki mögulegt að bjóða upp á Steinsteypudaginn.
Að þessu sinni var ákveðið að sleppa spurningum strax að afloknum erindum en bjóða þess í stað upp á pallborðsumræður eftir hverja sessjón. Gafst það fyrirkomulag vel og umræður voru líflegar. Þar til viðbótar var boðið upp á umræður um vistvæna framtíð, þær hindranir sem bransinn upplifir á vegferðinni að vistvænni steypu og hvernig við getum leyst þær. Þar var margt gagnlegt sem kom fram en HMS hyggst, í samvinnu við Steinsteypufélagið, vinna fræðsluefni vegna nýlegra breytinga á byggingarreglugerð um vistvænar lausnir í steypu.
Nemendaviðurkenningar voru veittar og Steinsteypuverðlaunin 2023 voru afhent.
Að formlegri dagskrá lokinni voru léttar veitingar í boði Sementsverksmiðjunnar og Aalborg Portland.