Steinsteypudagur 2017

Steinsteypudagurinn 2017 var haldinn á Grand hótel föstudaginn 17. febrúar 2017 

Boðið var upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og tekið á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum þessa dagana.

Færum við Aalborg Portland, Norcem og Nýsköpunarmiðstöð Íslands okkar bestu þakkir fyrir að bjóða nemendum aftur upp á frían mat á Steinsteypudaginn 2017 eins og í fyrra. Einnig viljum þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna í Steinsteypudeginum og fyrirlesurum fyrir þeirra framlag.

Dagskrá
08:30 Skráning og kaffisopi – Básar til sýnis
09:00 Setning – Almar Guðmundsson, Samtök Iðnaðarins

09:10 Hvernig vil ég hafa húsið mitt – Ríkharður Kristjánsson, EFLA
09:30 Thermozell léttsteypa – Valgeir Ólafur Flosason, Steypustöðin
09:50 Hitamyndun í steypu – Karsten Iversen, LNS Saga
10:10 Titrunarfrí stíf hágæðasteypa  – Ólafur H. Wallevik, NMÍ og HR

10:30 Kaffihlé

10:50 Falleg steinsteypa – Kai Westphal, Steypustöðin
11:10 Einingar í dag – Magnús Rannver Rafnsson, Loftorka
11:30 Rannsóknarstofa í múrverksmiðju  – Björn Davíð Þorsteinsson, BM Vallá
11:50 Steypa í lengstu undirsjávargöng heims – Tryggvi Jónsson, ÍAV

12:10 Hádegismatur

13:10 Alkalí: Aldrei að gleyma – Guðbjartur Jón Einarsson, Mannvit
13:30 Nemendakynningar – Nemendur kynna verkefni sem hljóta nemendaverðlaun í ár
14:00 Brútal póesía – Pálmar Kristmundsson, PK Arkitektar

14:20 Kaffihlé

14:40 Framkvæmdir framundan – Bjarni Már Gylfason, SI
15:00 Vistferilsgreining, LCA – Alexandra Kjeld, EFLA
15:20 Vélunninn sandur – Borge Johannes Wigum, Norcem
15:40 Steinsteypuverðlaun 2016 – Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannvit
16:00 Ráðstefnulok – Ólafur H. Wallevik, formaður Steinsteypufélags Íslands