Steinsteypudagur 2013

Steinsteypudagurinn 2013 verður haldinn á Grand hóteli föstudaginn 15. febrúar 2013 klukkan 8.30 – 16.00

Boðið verður upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og leitast eftir að taka á þeim hitamálum sem á byggingariðnaðinum dynja þessa dagana.

Dagskrá

08:30 Skráning og kaffisopi – Básar til sýnis
09:00 Setning – Kai Westphal, Steypustöðin, formaður Steinsteypufélags Íslands

Rannsóknir og þróun
09:10 Skaðvaldar steinsteypunnar – Dr. Ólafur H. Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og HR
09:30 Búðarhálsvirkjun: Yfirlit og veðrunarþol – Dr. Jón Axel Jónsson, Hnit verkfræðistofa
09:50 Steypubíll framtíðarinnar – Jón Elvar Wallevik, NMÍ
10:10 Aðhlynning steinsteypu – Helgi Hauksson, Félagsbústaðir

10:30 Kaffi

Framkvæmdir steinsteypu
10:55 Fangelsi Hólmsheiði – Björn Guðbrandsson, Arkís
11:15 Forsteypt vegrið – Kai Westphal, Steypustöðin
11:35 Stolt Sea Farm – Heimir Rafn Bjarkason, JÁVERK
11:55 Vatnsbrotsvél, notkun á Borgarfjarðarbrú – Rögnvaldur Gunnarsson, Vegagerðin

12:15 Hádegismatur

Klór í steinsteypu
13:15 Mat á tæringarhættu bendistáls í bílastæðahúsum – Dr. Gísli Guðmundsson, Mannvit
13:35 Bílastæðahús Reykjavíkurborgar: Niðurstöður greiningar á klór og kolsýringu í steyptum plötum – Guðni Jónsson, Efla
13:55 Klórleiðni steypu með lágt sementsinnihald – Þórður I. Kristjánsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14:15 Nemendaverðlaun – Kai Westphal, Steinsteypufélagi Íslands afhendir

14:35 Kaffi

Framtíðin og Steinsteypuverðlaunin
15:00 Framsækni – Vindorka á Íslandi – Margrét Arnardóttir, Landsvirkjun
15:20 Vistferilsgreiningar fyrir steypt mannvirki – Eva Yngvadóttir, Efla
15:40 Steinsteypuverðlaun afhent af forseta Íslands – Umsjón Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannvit
16:00 Ráðstefnulok – Kai Westphal, formaður Steinsteypufélags Íslands

Skráning fer fram á [email protected]
Heill dagur 17.000 kr. með hádegisverði (14.000 án hádegisverðar).
Hálfur dagur 9.500 kr. án hádegisverðar.
Nemagjald 2.000 kr. heill dagur án hádegisverðar. Innifalið árgjald í Steinsteypufélagið
Básar 35.000 kr. innifalin ein skráning með hádegisverði.