Nú er komið að Steinsteypudegi 2012 á Grand Hótel, föstudaginn 17. febrúar.
Boðið verður upp á þétta og góða dagskrá og verður reynt að taka á þeim hitamálum sem á iðnaðinum dynja þessa dagana.
Steinsteypufélagið hefur fengið mjög öfluga fyrirlesara til liðs við sig að þessu sinni og hvetjum við alla til að mæta.
Vinsamlegast prentið meðfylgjandi auglýsingu út og hengið hana upp á vinnustað ykkar.
Þess má geta að ráðstefnugestum utan af landi býðst gisting á Grand Hótel Reykjavík í tengslum við Steinsteypudaginn á sérstökum afsláttarkjörum.
Eins manns herbergi = 13500 kr nóttin (morgunverður innifalinn)
Tveggja manna herbergi = 14500 kr nóttin (morgunverður innifalinn)
Takið fram að þið séuð á vegum Steinsteypudags þegar herbergi er bókað.