Steinsteypudagur 2009

Þrátt fyrir kreppuástand mættu á annað hundrað manns á Steinsteypudag 2009. Dagskráin var byggð upp á svipaðan hátt og 2008, sambland af rannsóknum, hönnun, arkitektúr og framkvæmdum.

Gerðar voru nokkrar breytingar til að koma til móts við sem flesta, boðið upp á kreppuaðgangseyri þar sem hægt var að fá lægra verð með því að sleppa sumum hlutum dagsins. Góður rómur var gerður að þeim fínu fyrirlestrum sem haldnir voru. Erlendir fyrirlesarar voru 4 og fjölluðu um arkitektúr, brunavarnir í jarðgöngum, styrkingu gamallar steypu og Héðinsfjarðargöng. Og íslensku fyrirlesararnir stóðu sig einnig vel með sitt fjölbreytta efni.

Að þessu sinni voru 3 aðilar með bása á Steinsteypudeginum NMÍ, BM Vallá og Mannvit. EE