Steinsteypudagur 2006

Steinsteypufélagið stendur 17. febrúar næstkomandi, í tuttugasta sinn fyrir Steinsteypudegi. Á ráðstefnunni, sem er opin öllu áhugafólki um steinsteypu, eru gjarnan kynntar nýjustu rannsóknir á sviði steinsteypu, sagt frá áhugaverðum nýjungum og fjallað um það sem er efst á baugi hverju sinni. Ekkert hefur verið til sparað til að gera ráðstefnuna sem áhugaverðasta á þessum tímamótum og verða 14 erindi flutt að þessu sinni, en aldrei fyrr hafa verið flutt svo mörg erindi. Það er því af nógu að taka og flestir ættu að geta fundið þar áhugaverð erindi.
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 17. febrúar næstkomandi. Þátttökugjald er 18.000 krónur og er innifalið í því:

Ráðstefnugögn, fjölrituð í möppu
Hádegisverður og kaffiveitingar
Veitingar í lok Steinsteypudags

Hægt er að tilkynna þátttöku strax, með því að senda tilkynningu í tölvupósti til [email protected] . Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst en skráning stendur til miðvikudags 15. febrúar

Dagskrá:

08.30–09.00 Skráning og afhending gagna

09.00–09.10 Setning Steinsteypudags
Haukur J. Eiríksson, formaður Steinsteypufélagsins­

09.10–09.30 Raki í steyptum útveggjum
Dr. Björn Marteinsson arkitekt og verkfræðingur hjá Rb

Fjallað verður um mældan steypuraka og hvað þarf til að meta megi rakainnihald og rakabreytingar með útreikningum. Ennfremur kynnt tæki til mælinga á vatnsísogi steyptra flata, en slíkar mælingar má m.a. nota í gæðamati veggyfirborða.

09.30–09.50 Glersteypa
Danko Baschura tæknifræðingur hjá fyrirtækinu Misapor AG í Landquart, Sviss,

Notkun á svokallaðri glersteypu hefur rutt sér til rúms í mörgum löndum Evrópu, á síðustu misserum. Í erindinu verður fjallað um efnið sjálft, eiginleika þess og framleiðslu. Jafnframt verða kynnt nokkur verkefni þar sem glersteypa hefur verið notuð. Erindið verður flutt á ensku.

09.50–10.10 Glersteypa-nýr valkostur á Íslandi ?
Daniel Engi verkfræðingur hjá fyrirtækinu Misapor AG í Landquart, Sviss,

Fyrirtækið Misapor hefur verið leiðandi í þróun glersteypu í heiminum. Í erindinu verður stuttlega gerð grein fyrir þessari þróun, rætt um kosti glersteypunnar og hugsanlega notkun á Íslandi. Ennfremur farið yfir nauðsynlegar forsendur til að hefja framleiðslu á glersteypu á Íslandi. Erindið verður flutt á ensku.

10.10–10.30 Glersteypa og byggingarlist
Bjarki Zóphóníasson arkitekt, sjálfstætt starfandi í Zurich, Sviss,

Bjarki mun kynna og sýna nokkrar byggingar sem hafa verið gerðar úr glersteypu í Sviss, undanfarin ár.

10.30–11.00 Kaffihlé

11.00–11.20 Notkun vistferilsgreininga við vistvæna hönnun
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkfræðingur hjá Línuhönnun hf

Fjallað verður um hvernig hægt er að nota vistferilsgreiningar (lifecycle assessment) til þess að meta umhverfisáhrif í líftíma mannvirkja. Niðurstöður vistferilsgreininganna má síðar nota til þess að finna lausnir til þess að draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að vistvænni hönnun.

11.20–11.40 Framkvæmdaeftirlit á Kárahnjúkum
Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur hjá Fjarhitun hf

Eftirlit með verklegum framkvæmdum hefur lengi tíðkast á Íslandi, sér í lagi við stærri framkvæmdir. Nú standa yfir stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar á Kárahnjúkum og mun erindið fjalla um fyrirkomulag framkvæmdaeftirlits vegna byggingu Kárahnjúkastíflu og gerð aðrennslisganga virkjunarinnar. Farið verður yfir helstu þætti eftirlitsins, skyldur þess og almenn störf eftirlitsmanna auk þess sem eftirlitið á Kárahnjúkavirkjun verður lauslega borið saman við eftirlit með minni framkvæmdum.

11.40–12.00 Concrete Production Control and Conformity Assessment According to ÍST EN 206:2000
Kai Westphal, verkfræðingur hjá MEST ehf

In December 2005 the ÍST EN 206:2000 was published in Icelandic. This standard specifies requirements on the concrete production, the production control and on the properties of the concrete itself. This lecture is dealing with the start up and implementation of a production control system according to the new standard based on the experiences on the Fjarðaál Project. The lecture is dealing with challenges which are coming up with such a production control system.

12.00–12.20 Virkni XYPEX-vatnsþéttiefnis í íslenskri steypu
Dr Gísli Guðmundsson verkfræðingur hjá Hönnun hf

Helstu niðurstöður úr prófunum á XYPEX vatnsþéttiefni er að efnið hefur augljós áhrif á vatnsleiðni, bæði í óskemmdri steypu sem og í sprungum. Í óskemmdri steypu minnkar XYPEX-vatnsleiðnina með því að loka smáum pórum. Sprungum er lokað á sama hátt með útfellingum í sprungunum.

12.20–13.30 Matarhlé

13.30–14.00 Umhverfisvæn steinsteypa
Dr. Ólafur Wallevik verkfræðingur hjá Rb

Við Rb er nýhafið 3. ára verkefni með heitið „Umhverfisvæn steinsteypa“. Hér er markmiðið að þróa steinsteypu sem inniheldur mun minna sement en notað er í iðnaðinum í dag án taps í gæðum og minnka þar með losun á óæskilegum gróðurhúsalofttegundum (við framleiðslu eins tonns af sementi myndast tæpt tonn af gróðurhúsalofttegundum, mest CO2). Sú nálgun sem verður notuð er ný, byggð á flotfræði (e. rheology) og kemur aðallega frá tækninni í hönnun sjálfútleggjandi steinsteypu og notkun íblöndunarefna svo sem þykkingarefna (stabilizers, viscosity modifying agent). Níu aðilar koma að verðefninu, en þar á meðal styrkja fjögur erlend fyrirtæki verkefnið um tíu miljónir.
Erindi Ólafs mun einnig fjalla um síðustu heimsráðstefnu um sjálfútleggjandi steinsteypu (SCC 2005 USA) sem haldin var í lok október sl., en þangað fóru yfir tíu íslendingar.

14.00–14.30 ‘Large Construction Projects – Variety and Selected Examples’
Graham Richard verkfræðingur hjá Impregilo

In the lecture a variety of examples of different types of construction work / methods will be presented. For example, different tunnelling techniques/equipment, large scale earthworks, particular concreting works (in open and underground), etc. There will also be highlight some aspects of the contractor’s infrastructure necessary to execute such projects

14.30–14.50 Ferðaútgáfa af seigjumæli fyrir sjálfútleggjandi steinsteypu, Rheometer-4SCC
Björn Hjartarson, verkfræðingur hjá Rb

Björn hefur, ásamt sérfræðingum hjá Rb, unnið að hönnun ferðaútgáfu af seigjumæli sem hægt væri að nota við gæða- og framleiðslueftirlit á byggingarstað og hjá sements- og steinsteypuframleiðendum. Nýja tækið er ferðamælir en slíkur seigjumælir er ekki til í dag og myndi tækið því gjörbreyta aðstæðum til seigjumælinga á byggingarstað.

14.50–15.20 Kaffihlé

15.20–15.40 Sjálfútleggjandi steinsteypa, einföld hönnunarskref og val á prófunaraðferðum
Indriði Níelsson, verkfræðingur hjá VST hf

Stuttlega verður rætt um hönnun á sjálfútleggjandi steinsteypu og tilgreint í hvaða atriðum hún er frábrugðin hönnun á hefðbundinni steinsteypu. Nokkur einföld skref verða tilgreind, í samhengi við efnisval og byrjunarpunkt.
Helstu prófunaraðferðir verða kynntar í tvenns konar samhengi.
Hvernig má lesa úr prófunaraðferðum til að gera breytingar á uppskrift.
Hvernig eiga verkkaupar að fyrirskrifa prófanir á sjálfútleggjandi steinsteypu.

15.40–16.00 ÍST EN 206:2000
Karsten Iversen, tæknifræðingur hjá Línuhönnun hf

Frá árinu 2001 hefur EN-206 verið gildandi staðall fyrir framleiðslu og eftirlit með steinsteypu og liggur staðallinn nú fyrir í íslenskri þýðingu.
Reynt verður, eftir 5 ára reynsla, að meta hvort nýi steypustaðalinn hafi gagnast byggingariðnaðinum hér á landi.

16.00–16.30 Steypa og byggingalist
Einar Einarsson verkfræðingur hjá BM Vallá ehf

Stiklað verður á stóru í byggingarlistasögu steypumannvirkja 20. aldarinnar bæði innan lands og utan, rætt um stefnur, frumkvöðla og mannvirki.

16.30 Veiting styrkja frá Steinsteypufélaginu og ráðstefnuslit

Léttar veitingar í lok Steinsteypudags