Steinsteypudagur 2005

Dagskrá

08.30–09.00 Skráning og afhending gagna

09.00–09.10 Setning Steinsteypudags
Haukur J. Eiríksson, formaður Steinsteypufélagsins­

09.10–09.35 Steypa í skriðmótum
Jón S. Möller, verkfræðingur hjá ÍSTAK hf.

Í erindinu er fjallað um nokkur undirstöðuatriði skriðmótaaðferðarinnar. Farið er yfir uppbyggingu skriðmótanna sjálfra, útbúnað, vinnustað, vinnuaðferðir, fyrirkomulag bendingar, steypublöndur og stýringu á storknun/hörðnun steypunnar. Tekin eru dæmi um nokkur verkefni þar sem ÍSTAK/Pihl hafa beitt skriðmótaaðferðinni og sýndar myndir frá framkvæmdum.

09.35–10.00 Alkalívirkni á Íslandi – nýjar prófunaraðferðir
María Dís Ásgeirsdóttir, tæknifræðingur og Børge Johannes Wigum, jarðverkfræðingur hjá Hönnun hf

María mun fjalla um verkefni unnið sem lokaverkefni í byggingartæknifræði við Tækniháskóla Íslands. Verkefnið fjallaði um alkalíprófanir á fylliefni með sex mismunandi sementstegundum; RILEM AAR-2 hraðvirkt múrstrendingapróf og Uranyl acetate efnafræðirannsókn.

Børge mun í viðbót kynna nýtt rannsóknarverkefni þar sem megin markmiðið er að leggja grunn að reglum eða þjóðarskjali við nýja Evrópustaðla um alkalívirkni. Væntanlegur ávinningur af verkefninu er að efla enn frekar öryggi steyptra mannvirkja samfara breyttum aðstæðum og að tryggja stöðu Íslendinga meðal fremstu þjóða við forvarnir gegn alkalískemmdum í steinsteyptum mannvirkjum.

10.00–10.35 Kaffihlé

10.35–11.00 Ólínuleg greining á jarðskjálftaeinangraðri brú á stauraundirstöðu
Dr. Bjarni Bessason, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands

Samvirkni staura og jarðvegs í jarðskjálfta er flókið fyrirbæri og margir þættir sem þar hafa áhrif. Í fyrirlestrinum verður fjallað um aðferðafræði sem nota má til að ákvarða hreyfðarfræðilegar kennistærðir fyrir stauraþyrpingu. Kennistærðirnar má nota í tölvutæk reiknilíkön sem byggja á einingaaðferðinni. Hagnýting aðferðarinnar er sýnd með því beita henni í ólínulegri jarðskjálftagreiningu á nýrri brú yfir Brúará hjá Efri-Reykjum í Bláskógabyggð. Brúin er grunduð á staura, en jafnframt er yfirbyggingin jarðskjálftaeinangruð með blý-gúmmílegum. Fyrirlesturinn byggir á meistaraverkefni sem unnið var við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor veturinn 2004-2005.

11.00–11.25 Langtímaáhrif íslenskra fylliefna á skrið í steinsteypu
Guðni Jónsson, verkfræðingur hjá Rb

Verkefni þetta er beint framhald af fyrri rannsóknum á skriði steinsteypu sem staðið hafa yfir á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins síðan í janúar 2001. Þetta verkefni hófst hins vegar vorið 2004 og er lögð áhersla á að kanna áhrif íslenskra fylliefna á skrið steinsteypu til lengri tíma litið. Eins og áður segir er byggt á fyrri rannsóknum og eru því elstu sýnin búin að vera undir álagi í allt að 3 ár. Verkefnið er unnið á Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og er fjármagnað af Íbúðalánasjóði og Steinsteypunefnd.

11.25–11.50 Hagkvæmnisathugun á SCC í steyptar einingar
Guido Krage, verkfræðingur hjá Rb

Í erindinu gerir Guido Krage grein fyrir verkefni sem unnið var við Institute of Building Material Research í Aachen University í Þýskalandi. Verkefnið gekk út á að skoða hagkvæmni þess að nota SCC í steyptar einingar í stað steypu sem titruð var á hefðbundinn hátt. Gerður var samanburður á launakostnaði, mótakostnaði, orkunotkun og fleiri kostnaðarliðum.

11.50–13.05 Matarhlé

13.05–13.50 “The Roller Compacted Concrete (RCC)
Technique and dam construction methodology”
Philippe CAZALIS verkfræðingur hjá Coyne et Bellier Bureau d’Ingénieurs Conseil Paris, Frakklandi

The lecture presents the Roller Compacted Concrete (RCC) as a material and its application for the construction of major dam projects. It describes the particular features related to RCC dams in terms of stability, water tightness, and also in terms of specific construction methods. A case study is presented with a description of the 95m high Tha Dan Dam in Thailand completed in 2003 and which has the world largest RCC volume, with 5,000,000 m3 placed in three years. The first RCC structure placed in Iceland at the Kárahnjúkar dam is also briefly presented.

13.50–14.15 Sement, breytingar í nánustu framtíð
Dr. Ólafur Wallevik, verkfræðingur hjá Rb

Kyoto-bókunin getur haft meiri áhrif á byggingariðnaðainn en nokkurn eða a.m.k fáum óraði við. Bókunin leiðir af sér að sérstakur skattur eða gjald verður lagt á alla viðbótarframleiðslu sements, miðað við hvernig framleiðsla landanna var árið 1990. Gjaldið verður lagt á strax á næsta ári og það hækkar árið 2008. Í erindinu mun Ólafur leitast við að skýra hvaða áhrif þetta getur haft á samsetningu, framleiðslu og verðlag á sementi og þá einnig steinsteypu.

14.15–14.35 Slitsterkir steinar
Jakob Þór Guðbjartsson, jarðfræðingur hjá BM Vallá ehf

Í erindinu er sagt frá verkefni sem unnið var í samvinnu BM Vallá og Gatnamálastofu um að þróa sérstaklega slitsterka steina sem notaðir yrðu í götur, þar sem umferðarálag er óvenju mikið. Gerðar voru prufusteypur á steinum með mismunandi fylliefnum, bæði innlendum og erlendum sem prófaðir voru á rannsóknarstofu. Þá voru einnig lagðir steinar á sérstakan prufukafla á Hverfisgötunni þar sem bornar voru saman slitmælingar á rannsóknarstofu og mælingar við raunverulegt umferðarálag.

14.35–15.10 Kaffihlé

15.10–15.35 Kárahnjúkavirkjun -fyrirkomulag,framkvæmdir og steinsteypa
Sigurður Arnalds, verkfræðingur og kynningastjóri Kárahnjúkavirkjunar

Í erindinu verður fyrirkomulagi og framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lýst með megináherslu á steinsteypu og steypt mannvirki.

15.35–16.10 Hver er staða steinsteyptra húsa á Íslandi í dag?
Hallur Hallsson blaðamaður

Steinsteypufélagið leitaði á dögunum til Halls um að gera stutta úttekt á stöðu steinsteyptra húsa, miðað við hús úr öðrum byggingarefnum. Markmiðið var að fá fram viðhorf þeirra sem eru að byggja, selja, nota eða kaupa húsnæði, til steinsteyptra húsa miðað við aðra möguleika sem bjóðast.

16.10 Ráðstefnuslit

Léttar veitingar í lok Steinsteypudags