Steinsteypa í dag er annað efni en steinsteypa fyrir 100 árum. Farið verður yfir helstu breytingar, þær skýrðar og fjallað um þá þróun, sem á sér stað í steinsteyputækni í dag.
Fjallað verður um nýju samevrópsku prófunar- og framleiðslustaðlana fyrir steinefni og niðurstöður prófana bornar saman við eldri niðurstöður. Kynntur verður hugbúnaður sem má nota til að áætla ýmsa tæknieiginleika steinefna og fyrstu niðurstöður úr gagnabanka um eiginleika og landfræðilega dreifingu íslenskra steinefna birtar. Loks verður rædd þróun mælitækis til sjálfvirkrar greiningar á grunneiginleikum steinefna
Áratuga reynsla er fyrir því að steinsteyptir byggingahlutar standa sig vel í bruna og sjaldgæft er að staðsteypt hús hrynji í eldsvoðum. Steyptar einingar sýna þó annarskonar hegðun. Hönnuðir taka oft brunamótstöðu steinsteypuvirkja sem gefna. Tilraunir sem gerðar hafa verið á nýjum steypugerðum benda til þess að þær séu viðkvæmari en eldri gerðir. Hvaða hitaáraun verður steypan fyrir í eldsvoðum og hvaða áhrif hefur hiti á steypt burðarvirki. Möguleg eldvörn á steinsteypu. Hönnunarforsendur. Dæmi um steypt burðarvirki eftir bruna.
Áformað að er virkja Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal í einni virkjun, sk. Kárahnjúkavirkjun, til að útvega fyrirhuguðu álveri Reyðaráls raforku. Uppsett afl verður um 750 Megawött og áætluð orkuvinnslu um 4.600 Gígawattstundir á ári. Kárahnjúkavirkjun verður þar með langstærsta virkjun sem Íslendingar hafa ráðist í. Framkvæmdirnar verða meiri og stærri í sniðum en hér hefur áður þekkst. Greint verður frá tilhögun virkjunarinnar, áhrifum hennar á nánasta umhverfi og fyrirséðum framkvæmdaáætlunum, m.a. við 190 m háa stíflu og 40 km af jarðgöngum
Farið verður yfir verkefnið, umfang þess, stærð helstu mannvirkja, helstu magntölur og kostnaðarliði. Einnig verður fjallað um þann hluta verkefnisins sem að baki er, þ.e. mat á umhverfisáhrifum og megin niðurstöður þar.
Víða um heim hefur framleiðsla á sjálfútleggjandi steinsteypu náð fótfestu vegna þess að sú mikla gæðaaukning á efniseiginleikum sjálfútleggjandi steinsteypu, bæði í fersku og hörðnuðu ástandi, er eftirsótt. Kostir sjálfútleggjandi steinsteypu eru ótvíræðir, en þó verður notkun hennar að haldast í hendur við aukningu þekkingar á öllum stigum mannvirkjagerðar. Þegar hafa verið haldnar tvær alþjóðlegar ráðstefnur um sjálfútleggjandi steinsteypu, í Japan (þar var sjálfútleggjandi steinsteypa fyrst skilgreind) og í Svíþjóð (þar hefur hún náð mestri fótfestu). Íslandi hefur hlotnast sá heiður að halda þriðju alþjóðaráðstefnuna og mun Dr. Ólafur Haraldsson Wallevik kynna skipulag hennar stuttlega, ásamt því að greina frá „keynote lectures“.
This paper discuss briefly the use of composites in Civil Engineering with a focus on strengthening and rehabilitation. In particular, a full-scale test on an overhead crane beam is presented. The result from this test shows that it is fully possibly to change the static system of a structure by strengthening it with CFRP (Carbon Fibre Reinforced Polymer) sheets.
Also the use of non-metallic reinforcement in RC and PC structures are discussed.
Skrið í steinsteypu er fyrirbæri sem ekki hefur verið rannsakað hér á landi, en töluvert erlendis undanfarin ár. Þessi eiginleiki steinsteypunnar að skríða undan álagi getur valdið mjög miklum skaða ef ekkert er hugað að við hönnun mannvirkja.
Í byrjun árs 2001 var farið í gang með þriggja ára verkefni hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins þar sem skrið er rannsakað í steinsteypu, sérstaklega eru áhrif íslenskra fylliefna á skrið skoðuð.
Um það bil 60% af íbúðarhúsnæði á Suðurland eru einna til tveggja hæða steinsteyptar byggingar. Í Suðurlandsskjálftunum 2000 varð umtalsvert tjón á byggingum á svæðinu, sérstaklega í lítið járnbentum eldri húsum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um burðarþol steinsteyptra skúfveggja með mismunandi járnabendingu. Ennfremur verður fjallað um jarðskjálftaþol dæmigerðar íbúðarbyggingar með annars vegar lítið og hins vegar mikið járnbenta útveggi. Stuðst verður við mæld jarðskjálftaáhrif frá Suðurlandsskjálftunum 2000.
Undanfarin ár hefur Rb tekið þátt í samnorrænu verkefni sem fjallar um hagnýtar mæliaðferðir við ástandsmat á steinsteypu, án þess að taka sýni af steypunni (e. Non Destructive Measurements on Concrete). Flestar þessara aðferða eru velþekktar úr öðrum sviðum, eins og t.d. jarðeðlisfræði. Verkefnið er styrkt af Norræna Iðnaðarsjóðnum (Nordisk Industry Fund), Íbúðalánasjóði og Steinsteypunefnd. Markmið verkefnisins er annars vegar að geta ákvarðað ástand steinsteypu sem er allt að um 2 meter á þykkt; og hins vegar að finna og kanna ástand bendistáls og for/eftir- spennivíra (pre-/post-stressing cables). Helstu aðferðir sem hafa verið kannaðar eru: Radarmælingar, hljóðbylgjumælingar, s.k. SASW-mælingar og geislamælingar (betatron). Engum af þessum aðferðum hefur verið beitt hér á landi á steinsteypu. Við jarðeðlisfræðilegar rannsóknir hafa svipaðar aðferðir verið notaðar Sem dæmi má nefna íssjánna sem notuð er af Raunvísindastofnun við að finna þykkt jökla og til að kortleggja undirlag jökla. Hún er ein gerðin af radar. Öll tækin eru þó aðlöguð að hverju verkefni fyrir sig. Þannig væri ekki hægt að beita íssjánni til þess að sjá inn í steypu, svo dæmi sé tekið.
Síðastliðið haust voru nokkur þessara tækja prófuð hér á landi, nánar tiltekið á brúnni yfir Sogið í Grímsnesi. Ekki var um viðamikla rannsókn að ræða, aðeins verið að kanna það á íslenskri steinsteypu. Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar, og verða þær ásamt þessum aðferðum kynntar