Fyrstu viðburðir vetrarins

Stjórn félagsins hefur verið að skipuleggja starf vetrarins. Búið er að ákveða tvo viðburði:

  • Haldinn verður morgunfundur um alkalímál miðvikudaginn 9. nóvember kl. 9.00-10.30.
  • Steinsteypudagurinn verður haldinn föstudaginn 10. febrúar 2023 á Grand hótel.
    ​Það voru umræður hvort ætti að halda hann núna í haust, ári eftir síðasta Steinsteypudag, en stjórn var sammála um að skemmtilegra væri að koma okkur aftur í það far sem verið hefur lengi og félagsfólk þekkir, þar til viðbótar verður margt í boði núna í haust.

 
Dagskrá þessara viðburða verður auglýst nánar þegar nær dregur en við biðjum ykkur að taka tímann frá.
 
Stjórnin.

Deila á samfélagsmiðlum: