Ævintýri í Abu Dhabi

Steinsteypufélag Íslands vekur athygli á þætti um umhverfisvæna steinsteypu í opinni dagskrá á Stöð 2 kl. 19:20-19:55 í kvöld.  Í þættinum Ævintýri í Abu Dhabi er Ólafi Wallevik, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fylgt eftir til Abu Dhabi á heimsráðstefnu um vistvæna orku árið 2012. Þar setti Ólafur og teymi hans heimsmet þegar hann ásamt fyrirtækinu Abu Dhabi Readymix framleiddi og sýndi umhverfisvænustu steypu […]

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2014

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2014 verður haldinn miðvikudaginn 21. maí næstkomandi kl. 17 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 2, 112 Reykjavík. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga 3. Lagabreytingar 4. Kosning stjórnarmanna 5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga 6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga 7. Önnur mál Kær kveðja, Stjórnin

Fjaðurstuðull – Morgunkaffi 6.maí

  Steinsteypufélag Íslands heldur morgunfund þann 6. maí næstkomandi þar sem fjallað verður um fjaðurstuðul steinsteypu. Dagskrá hefst kl. 9:00 og lýkur kl.11:40. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík. Nánari upplýsingar á næstu dögum.  Skráning hér: [email protected]

Fjaðurstuðull – Morgunkaffi 6.maí Dagskrá

  Næstkomandi þriðjudag, 6.maí heldur Steinsteypufélag Íslands morgunkaffi sem ber heitið: „Hærri fjaðurstuðull, hærra steinsteypuverð?“ þar sem rætt verður hvaða áhrif hlutefni hafa á fjaðurstuðul og hvaða áhrif fjaðurstuðull hefur á byggingarhluta og færslur þeirra.  Fundurinn verður haldinn í sal M105 í Háskólanum í Reykjavík, hefst fundurinn kl. 9:00 og lýkur kl. 11:40. Boðið verður […]

Tvenn steinsteypuverðlaun komin á frímerki

HönnunarMars fór fram í sjötta sinn dagana 27.-30.mars síðastliðinn. Hönnunarmars spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref.  Á Hönnunarmars í ár voru gefin út fjögur ný frímerki í fimmtu seríu af hönnunarfrímerkjum (arkitektúr). Það er skemmst frá því að […]

A Concrete Week 11.-15. ágúst 2014  – Ágrip (e. Abstract) skilafrestur 1.apríl 

Dagana 11. – 15. ágúst nk. verða haldnar þrjár alþjóðlegar steypuráðstefnur í Hörpunni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og samstarfsaðila. Vikan, sem ber nafnið „A CONCRETE WEEK“, hefst á mánudegi með námskeiðahaldi á vegum Nordic Concrete Federation og Nordic Rheology Society. Á miðvikudeginum 13. ágúst hefst ráðstefnuhaldið svo formlega með sameiginlegri setningu ráðstefnanna þriggja í Eldborgarsal […]

Steinsteypudagurinn 2014 – Fyrirlestrar komnir á netið

Kæru félagar, Steinsteypudagurinn 2014 var haldinn á Grand hótel föstudaginn 21. febrúar 2014 síðastliðinn. Boðið var upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og tekið var á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum þessa dagana. Í ár voru rúmlega 140 sem mættu á Steinsteypudaginn sem er frábær mæting og var dagurinn vel […]

Styrkur Steinsteypufélagsins til námsmanna 2014

Steinsteypufélagið hefur á stefnuskrá sinni að veita árlega styrk, einn eða fleiri, til námsmanna sem vinna að lokaverkefnum í tækniháskóla eða að meistara- eða doktorsverkefnum í háskóla.Áskilið er að verkefnið fjalli um rannsóknir á steinsteypu eða hagnýta notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður.Hér […]

Steinsteypudagurinn 2014 – Skráning til 18.febrúar !

Steinsteypudagurinn 2014 verður haldinn á Grand hóteli föstudaginn 21. febrúar 2014 klukkan 8.30 – 17.00 Boðið er upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og tekið á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum þessa dagana. Dagskrá08:30 Skráning og kaffisopi – Básar til sýnis09:00 Setning – Kai Westphal, formaður Steinsteypufélags Íslands Fræði & […]

Steinsteypuverðlaunin 2014 – Ábending mannvirkis

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar enda steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn félagsins hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins í fjórða sinn. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.Við valið verður haft að leiðarljósi að […]

Steinsteypudagur 2014

Steinsteypudagurinn 2014 verður haldinn föstudaginn 21. febrúar 2014 á Grand Hótel. Stjórn félagsins er í óðaönn þessa dagana að bóka fyrirlesara og er von á fróðlegum og fjölbreyttum steinsteypudegi.  Takið daginn frá!