Starf félagsins er komið á fullan skrið. Undirbúningur fyrir Sigmál og Steinsteypudag 2025 er hafinn, en hann verður föstudaginn 28. febrúar á Grand hótel. Við hvetjum félaga til að taka daginn frá. Þeim sem liggur mikið á hjarta og vilja koma að efni í blaðið og/eða halda erindi er bent á að hafa samband við stjórn og framkvæmdastjóra eða senda línu á [email protected]
Samhliða þessu er byrjað að huga að Steinsteypuverðlaunum þannig að fólki er bent á að byrja að safna saman upplýsingum fyrir mannvirki sem eru þeirra verðug.
Það er ýmislegt fleira sem brennur stjórn fyrir brjósti en allt eru þetta málefni sem styðja við tilgang félagsins sem er að auka veg steinsteypunnar og stuðla að hagnýtri og / eða fræðilegri þróun á sviði steinsteypu og steinsteyputækni á Íslandi.