Einar Einarsson sagði frá breytingum og þeim áherslum sem voru lagðar til grundvallar. Leiðarstefið var að tryggja endingu og lágmarka umhverfisáhrif.
Á meðal breytinga má nefna að aukin áhersla er á bætta nýtingu hráefna og að dregið verði úr neikvæðum loftslagsáherslum. Krafa verður um að lögð verði fram áætlað kolefnisspor steypunnar. Einnig verður opnað fyrir endurnýtingu og endurvinnslu á steinefni.
Breytingar eru á prófunaraðferðum vegna alkalívirkni en þegar allt er dregið saman eru kröfurnar sjálfar óbreyttar. Fjallað er um áreitisflokka og þeir tengdir við íslenskt umhverfi. Sem dæmi eru salt og frostflokkar sameinaðir enda er saltáraun að mestu leyti í útisteypu.
Í nýrri byggingarreglugerð er það nýjung að leiðbeiningar fylgja reglugerðinni fyrir einstaka greinar kaflanna.
Einari er þakkað kærlega fyrir fróðlegt og gott erindi sem og öllum þeim sem sóttu fundinn. Upptaka af erindinu er aðgengileg á youtube rás félagsins og má þar heyra af öllum breytingunum og ýmislegt annað fróðlegt. Í undirbúningi er síðan annar fjarfundur í maí, nánar auglýst síðar.
Stjórnin.