Miðvikudaginn 29. mars verður næsti veffundur ESCN um bindiefni og steypu næsta áratugar. Fundarstjóri verður Børge Johannes Wigum, formaður Steinsteypufélagsins.
ECSN er net evrópskra steinsteypufélaga sem samanstendur af 13 félögum. Á þessum fundi kynna helstu sérfræðingar innan ECSN dæmi frá ýmsum Evrópulöndum um hvernig byggingageirinn getur dregið úr áhrifum steypu á loftslag.
Þetta er annar fundurinn sem ECSN hefur skipulagt á sviði sjálfbærrar steinsteypu og var sá fyrri haldinn 25. nóvember 2021 um efnið „Steypa og sjálfbærni – uppfærsla á áframhaldandi viðleitni í Evrópu“.
Hér má finna nánari upplýsingar um þennan fund og skráning er hér. Fundurinn hefst kl 10.30 að íslenskum tíma.