Auglýsing – staða framkvæmdastjóra Steinsteypufélagsins
Stjórn Steinsteypufélagsins auglýsir hér með eftir nýjum framkvæmdastjóra félagsins. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur félagsins, er jafnframt gjaldkeri félagsins og undirbýr fundi í samráði við stjórn. Stærsti atburður félagsins er Steinsteypudagurinn sem haldinn er í febrúar ár hvert. Umsóknarfrestur er til 1. júní Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected]
Ráðstefna um frostþol steinsteypu miðvikudaginn 13. apríl í HR
Kæru félagar, Steinsteypufélag Íslands í samvinnu við Norræna Steinsteypusambandið, Háskólann í Reykjavík og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir eins dags ráðstefnu um frostþol steinsteypu þann 13. apríl nk. Ráðstefnan er hugsuð sem vinnustofa þar sem reynt verður að virkja þátttakendur í umræðunni um fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi frostskemmdir og kröfur til frostþolinnar steinsteypu. Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum […]
Snæfellsstofa hlaut Steinsteypuverðlaunin 2016
Steinsteypuverðlaunin 2016 voru veitt í fimmta sinn við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum 2016 á Grand Hóteli þann 19. febrúar 2016 en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Að þessu sinni er það Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að Skriðuklaustri, sem hlýtur verðlaunin. Álit dómnefndar er […]
Steinsteypudagurinn 2016 – dagskrá
Steinsteypudagurinn 2016 verður haldinn þann 19. febrúar næstkomandi á Grand hótel. Hér að neðan má sjá dagskrá Steinsteypudagsins í ár – skráning á [email protected] fyrir 17. febrúar. Hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning er hafin á Steinsteypudaginn 2016!
Steinsteypudagurinn 2016 verður haldinn þann 19. febrúar á Grand Hótel. Von er á spennandi og fræðandi dagskrá en dagskráin mun birtast á morgun. Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] eða fylla inn skráningarformið hér að neðan. Hlökkum til að sjá ykkur!
Nemendaverðlaun Steinsteypufélags Íslands 2016
Steinsteypufélagið hefur á stefnuskrá sinni að veita árlega verðlaun, ein eða fleiri, til nemenda sem hafa nýlega unnið að lokaverkefnum í tækniháskóla eða að meistara- eða doktorsverkefnum. Áskilið er að verkefnið fjalli um rannsóknir á steinsteypu eða hagnýta notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar […]
Steinsteypuverðlaunin 2016
Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar enda steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn félagsins hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2016. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Við valið verður haft að […]
Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2015
Kæru félagar, Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2015 verður haldinn fimmtudaginn 7. maí næstkomandi kl. 17 á Skrifstofu Steypustöðvarinnar, Malarhöfða 10, 110 Reykjavík. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga3. Lagabreytingar4. Kosning stjórnarmanna5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga7. Önnur mál Kær kveðja,Stjórnin
Steinsteypudagurinn 2015 – Dagskrá og skráning hafin
Steinsteypudagurinn 2015 verður haldinn á Grand hótel föstudaginn 20. febrúar 2015 klukkan 8.30 – 17.00Boðið er upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og tekið á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum þessa dagana. Nýjung í ár er að það verður happdrætti fyrir fundamenn í lok dags. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, gjafabréf sem gilda […]
Nemendaverðlaun Steinsteypufélags Íslands 2015
Steinsteypufélagið hefur á stefnuskrá sinni að veita árlega verðlaun, ein eða fleiri, til nemenda sem hafa nýlega unnið að lokaverkefnum í tækniháskóla eða að meistara- eða doktorsverkefnum. Áskilið er að verkefnið fjalli um rannsóknir á steinsteypu eða hagnýta notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar […]
Steinsteypudagurinn 2015 – Takið daginn frá!
Kæru félagar! Steinsteypudagurinn 2015 verður haldinn föstudaginn20. febrúar 2015 á Grand Hótel frá kl. 8.30 – 17.00. Stjórn félagsins er í óðaönn þessa dagana að bóka fyrirlesara og er von á fróðlegum og fjölbreyttum steinsteypudegi. Takið daginn frá! Bestu kveðjur, Stjórn Steinsteypufélags Íslands
Steinsteypuverðlaunin 2015
Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar enda steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn félagsins hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2015. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Við valið verður haft að […]