Steinsteypudagur 2025 – SKRÁNING HAFIN

Kæru félagar – skráning er hafin á Steinsteypudag 2025! Eins og sést á meðfylgjandi dagskrá verða fjölbreytt og áhugaverð erindi og umræður á dagskrá. Veittar verða nemendaviðurkenningar sem og Steinsteypuverðlaunin 2025. Ekki láta þennan viðburð fram hjá ykkur fara, skráið ykkur sem fyrst. SKRÁNINGNotið annað hvort QR kóða á dagskránni eða hér. Kveðja, stjórnin
ECSN veffundur 18. mars n.k.

Næsti ECSN veffundurinn verður 18. mars n.k. Fjallað verður um ýmsar nýjungar, svo sem gervigreind, framfarir í efnistækni, stafrænar lausnir, þrívíddarprentun, hringrásarhagkerfið og sjálfbærni. Nánar má lesa um viðburðinn hér: Current and future trends in the concrete sector – ECSNFrítt er á fundinn en óskað er skráningar. Stjórn Steinsteypufélagsins hvetur áhugasama að sækja viðburðinn!
Steinsteypudagur 2025 verður 28. febrúar

Stjórn Steinsteypufélagsins er þessa dagana að setja saman nýtt Sigmál með glænýju efni. Samhliða þessu er stjórnin að setja saman dagskrá fyrir Steinsteypudag 2025, en hann verður haldinn föstudaginn 28. febrúar á Grand hótel. Upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birtar þegar nær dregur.
Steinsteypuverðlaun 2025 | Óskað eftir ábendingum um mannvirki

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar, enda er steinsteypa eitt helsta byggingarefni Íslendinga. Liður í þeirri viðleitni hefur verið að kalla eftir ábendingum vegna Steinsteypuverðlauna en viðurkenningin er veitt mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Leiðarljósið er […]
Kveðja frá Nýja Sjálandi

Framkvæmdastjóri Steinsteypufélagsins situr nú ráðstefnu og tækninefndarfundi fib í Christchurch, Nýja Sjálandi. Þetta er fyrsti tækninefndarfundur fib sem félagið tekur þátt í en við fengum samþykkta inngöngu í samtökin fyrir ári. Okkur gafst tækifæri til að kynna samtökin og Ísland og er skemmst frá því að segja að mikill áhugi er á Íslandi og að […]
Heimsókn félagsins í Vatnsskarðsnámur

Vatnsskarðsnámur buðu félögum í heimsókn á athafnasvæði sitt föstudaginn 18. október og voru um 25 manns mætt. Heimsóknin var mjög vel heppnuð og almenn ánægja með móttökurnar. Félagið þakkar kærlega fyrir gestrisnina.
Frá félaginu

Starf félagsins er komið á fullan skrið. Undirbúningur fyrir Sigmál og Steinsteypudag 2025 er hafinn, en hann verður föstudaginn 28. febrúar á Grand hótel. Við hvetjum félaga til að taka daginn frá. Þeim sem liggur mikið á hjarta og vilja koma að efni í blaðið og/eða halda erindi er bent á að hafa samband við […]
Vatnsskarðsnámur – heimsókn

Kæru félagar, Stjórn minni á heimsókn félagsins í Vatnsskarðsnámur núna á föstudag, 18. október kl. 14.00. Nauðsynlegt er að vera í sýnileikavesti og með hjálm. ATHUGIÐ: Hver og einn kemur sér sjálfur á staðinn.Staðsetning: Sjá hér.Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir kl. 16 fimmtudaginn 17. október. Vonumst til að sjá ykkur sem flest! Kveðja, stjórnin
Vatnsskarðsnámur 18. október 2024

Kæru félagar, Föstudaginn 18. október kl. 14.00 stendur Steinsteypufélagið fyrir heimsókn í Vatnsskarðsnámur. Nauðsynlegt er að vera í sýnileikavesti og með hjálm. ATHUGIÐ: Hver og einn kemur sér sjálfur á staðinn.Staðsetning: Sjá hér. Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir kl. 12 fimmtudaginn 17. október. Vonumst til að sjá ykkur sem flest! Kveðja, stjórnin
Stofnfundur um stofnun spegilnefndar vegna staðla sem tengjast steinsteypu.

Fundurinn verður haldinn hjá COWI í fundarherbergi 111 og hefst hann kl. 11:00, 28.júní 2024 og er haldinn í samráði Steinsteypufélagsins og Byggingarstaðlaráðs. Allir hagaðilar eru velkomnir á fundinn og geta tekið þátt í vinnu nefndarinnar. Hvetjum sérstaklega þá sem vinna við hönnun og/eða efnisprófanir í tengslum við steinsteypu í víðasta skilningi að taka þátt […]
Stofnfundur spegilnefndar vegna steinsteypu

Kæru félagar, í vetur hefur félagið, í samvinnu við byggingarstaðlaráð, undirbúið stofnun spegilnefndar vegna staðla sem tengjast steypu. Hér með er boðað til stofnfundar hennar föstudaginn 28. júní kl. 11.00-12.00 og er hann opinn öllum áhugasömum. Fundurinn verður haldinn hjá COWI Ísland, áður Mannvit, að Urðarhvarfi 6. Arngrímur Blöndahl, Staðlaráði, kynnir verkefnið. Í framhaldi af […]
Ný stjórn og heimsókn í Álfsnesvík

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 14. maí hjá COWI Ísland. Tíu manns mættu á fundinn sem þykir góð mæting á viðburð sem þennan. Hefðbundnum aðalfundarstörfum var fylgt, þar á meðal greindi fráfarandi formaður frá skýrslu stjórnar um verkefnin frá síðasta aðalfundi, 16. maí 20233, sjá hér. Ný stjórn var kjörin og hefur hún nú þegar […]