Kæru félagar,
Við viljum minna á fundinn okkar í dag, fimmtudaginn 29. apríl á Teams.
Þemað að þessu sinni er: “Steinsteypa: Verklýsingar og kröfur” og fundarstjóri er Ingunn Loftsdóttir, varaformaður Steinsteypufélagsins.
Fyrirlesarar eru þrír og koma með stutt erindi frá framleiðanda, eftirliti og verktaka:
“Gæði steinsteypu – frá teikningu í mót” – Kai Westphal, Steypustöðin.
“Til hvers eru verklýsingar” – Guðbjartur Jón Einarsson, Mannvit.
“Unnið eftir verklýsingum – Sýn verktaka” – Heimir Rafn Bjarnason, Jà Verk.
Mikil áhersla verður lögð á umræður á þessum þemafundi og hvetjum við fundarmenn til að taka þátt.
Hlekk á fundinn má finna hér og með því að smella á auglýsinguna þá opnast hún í nýjum glugga.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kveðja, Stjórnin