Um miðjan mars fór formaður félagsins, Børge, í viðtal hjá Rúv þar sem hann ræddi um starfsemi félagsins og þemafundinn okkar um umhverfisvæna steypu. Hlekk á viðtalið má finna hér.
Langar okkur að benda á að Norræna Steinsteypusambandið (NCR) gefur út tímarit tvisvar á ári með greinum tengdum rannsóknum á steinsteypu á norðurlöndunum. Allar greinarnar eru nú aðgengilegar og opnar öllum á netinu. Hlekk á tímaritið má finna hér. Einnig hefur verið opnað fyrir fundargerðir frá vinnustofum sem haldnar hafa verið og má þær finna hér.
Síðast en ekki síst þá er komin dagsetning á næsta þemafund félagsins en hann verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi á Teams. Þemað að þessu sinni er: “Steinsteypa: Verklýsingar og kröfur”. Lárus Helgi Lárusson stjórnarmaður verður fundarstjóri og munu þeir Kai Westpal og Guðbjartur Jón Einarsson halda tölu. Að þessu sinni mun aðaláherslan verða á umræður enda þarft málefni að ræða. Hvetjum við því alla að spyrja spurninga og skapa umræður. Hlekk á fundinn má finna hér og með því að smella á auglýsinguna þá opnast hún í nýjum glugga.