Ráðstefna um frostþol steinsteypu miðvikudaginn 13. apríl í HR

Kæru félagar, 

Steinsteypufélag Íslands í samvinnu við Norræna Steinsteypusambandið, Háskólann í Reykjavík og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir eins dags ráðstefnu um 

frostþol steinsteypu þann 13. apríl nk. 

Ráðstefnan er hugsuð sem vinnustofa þar sem reynt verður að virkja þátttakendur í umræðunni um fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi frostskemmdir og kröfur til frostþolinnar steinsteypu. 

Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 

miðvikudaginn 13. apríl nk.

Norrænir og innlendir fyrirlesarar munu halda erindi á ráðstefnunni en nánari dagskrá má sjá með því að smella á myndina hér að neðan. 

Aalborg Portland, Sementsverksmiðjan og Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða upp á kaffiveitingar og hádegismatinn á ráðstefnunni.​

Bestu kveðjur, 
Steinsteypufélag Íslands


 
Deila á samfélagsmiðlum: