Ný stjórn og heimsókn í Álfsnesvík

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 14. maí hjá COWI Ísland. Tíu manns mættu á fundinn sem þykir góð mæting á viðburð sem þennan.

Hefðbundnum aðalfundarstörfum var fylgt, þar á meðal greindi fráfarandi formaður frá skýrslu stjórnar um verkefnin frá síðasta aðalfundi, 16. maí 20233, sjá hér.

Ný stjórn var kjörin og hefur hún nú þegar skipt með sér verkum:
Andri Jón Sigurbjörnsson, formaður
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, varaformaður
Heimir Rafn Bjarkason, meðstjórnandi
Ólafur Sveinn Haraldsson, meðstjórnandi
Ágúst Pálsson, meðstjórnandi
Kristófer Ásgeirsson, varamaður
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir er áfram framkvæmdastjóri

Fyrr um daginn var heimsókn félagsins í nýja starfsstöð Björgunar í Álfsnesvík. Þar var vel tekið á móti okkur en þeir Eysteinn Dofrason framkvæmdastjóri og Ari Elísson rekstrar- og tæknistjóri tóku á móti okkur. Um 20 manns mættu á viðburðinn. Stjórn þakkar kærlega fyrir góðar móttökur og óskar Björgun til hamingju með nýja starfsstöð.

Deila á samfélagsmiðlum: