Frá stjórn

Kæru félagar 

Stjórn félagsins vill benda á að miðvikudaginn 28. febrúar verður veffundur á vegum ECSN, en Kai Westphal hjá Steypustöðinni verður fulltrúi okkar frá Íslandi – sjá dagskrá og skráningu hér: www.ecsn.net

Steinsteypudagurinn 2024 tókst með afbrigðum vel og var hann vel sóttur, en nokkuð á annað hundrað manns mættu á Grand hótel. Stjórn félagsins þakkar öllum flytjendum fyrir þeirra framlag, gestum fyrir komuna og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning. Án ykkar allra væri ekki hægt að standa að þessari ráðstefnu. Myndband af ráðstefnunni er nú aðgengilegt á youtube rás félagsins. Það var Ágúst Örn Börgesson Wigum sem annaðist þá gerð og fær hann þakkir fyrir. Við hvetjum alla til að skoða myndbandið og deila því.

Á síðasta Steinsteypudegi var auglýst ný heimasíða félagsins, sjá www.steinsteypufelag.is Stjórn félagsins vinnur að því að uppfæra efni síðunnar og hlaða inn nýjum gögnum. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur síðuna 🙂 Félagið er einnig á ýmsum samfélagsmiðlum. Félagið heldur úti youtube rás þar sem er að finna upptökur af ýmsum viðburðum félagsins. Jafnframt er félagið á facebook og  LinkedIn  – endilega fylgið okkur á þessum miðlum.

Kveðja, 
stjórnin

Deila á samfélagsmiðlum: