Steinsteypudagurinn 2024 var haldinn 2. febrúar að Grand hótel í Reykjavík. Fjölmenni mætti, um 120 manns og voru fjölbreytt erindi í boði fyrir gesti og gangandi. Stjórn fékk Ágúst Børgesson Wigum til að taka saman myndband þar sem m.a. er að finna viðtöl við flesta flytjendur.
Veitt voru Steinsteypuverðlaunin 2024 og á mynd sem fylgir fréttinni má sjá fulltrúa verðlaunahafanna en það voru sjóböðin Geosea á Húsavík sem fengu verðlaunin að þessu sinni.