Steinsteypufélagið stendur nú í átjánda sinn fyrir Steinsteypudegi. Á ráðstefnunni, sem er opin öllu áhugafólki um steinsteypu, eru gjarnan kynntar nýjustu rannsóknir á sviði steinsteypu, sagt frá áhugaverðum nýjungum og fjallað um það sem er efst á baugi hverju sinni. Dagskráin er að venju fjölbreytt en flutt verða 11 erindi sem koma víða að.
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 20. febrúar næstkomandi. Þátttökugjald er 15.000 krónur og er innifalið í því:
• Ráðstefnugögn, fjölrituð í möppu
• Hádegisverður og kaffiveitingar
• Veitingar í lok Steinsteypudags
Hægt er að tilkynna þátttöku strax, með því að senda tilkynningu í tölvupósti til [email protected] Einnig má hringja í síma 860 5044 eða senda tilkynningu í myndsendi 585 5041.
08.30–09.00 Skráning og afhending gagna.
09.00–09.10 Setning Steinsteypudags
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Steinsteypufélagsins¬
09.10–09.30 Hönnunarábyrgðir
Haukur J. Eiríksson, verkfræðingur hjá Hnit hf og aðjúnkt við Háskóla Íslands
Aukin samkeppni á byggingarmarkaðnum hefur á síðustu misserum orðið til þess að verkfræðihönnun er sífellt að dreifast á fleiri aðila og staða hönnunarábyrgðar er orðin mun óljósari en áður var, með stórauknum líkum á óhöppum. Tekin verða dæmi um stóróhöpp sem urðu í Danmörku og Finnlandi á síðasta ári, sem rakin eru til ofangreindra atriða.
Uppfylla mannvirki byggð á Íslandi íslenska byggingarreglugerð og byggingarstaðla?
09.30–09.50 Viðhald á Gljúfrasteini í Mosfellsdal
Sverrir Jóhannesson múrsmiður og byggingatæknifræðingur hjá Línuhönnun hf.
Unnið er að stofnun Minningarsafns um Halldór Laxness að Gljúfrasteini. Hluti af því er að framkvæma endurbætur og lagfæringar á húsi skáldsins. Fjallað verður í stuttu máli um sögu hússins og fyrirhugaða notkun á því. Greint verður frá hvernig staðið var að rannsóknum og í hverju viðgerðir felast með sérstakri áherslu á endurgerð hraunhúðar sem einkennir útlit hússins.
09.50–10.10 101 Skuggahverfi
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt hjá Hornsteinum arkitektum ehf
Enduruppbygging á svæðinu meðfram Skúlagötu hefur staðið yfir frá því um miðjan níunda áratuginn. Á reitnum milli Völundarlóðar og Frakkastígs, eru nú auðar lóðir sem áformað er að byggja upp á næstu misserum. Hefur verkefnið hlotið nafnið 101 Skuggahverfi. Sagt verður frá skipulagi svæðisins en við hönnun lóðanna var leitast við að nýta sem best kosti staðsetningar og umhverfis.
10.10–10.45 Kaffihlé
10.45–11.15 Ný gerð burðarþolstrefja í steinsteypu
Dr. Ólafur Wallevik verkfræðingur hjá Rb og Þórður I. Kristjánsson tæknifræðingur hjá Rb
Við Rb er í gangi rannsókn á nýrri tegund trefja sem sameina kosti þeirra trefja sem nú eru á markaðnum. Trefjarnar eru úr mjög sterku plasti og er hlutverk þeirra bæði að hindra plastíska sprungumyndun (þ. e. sprungur sem myndast í fyrsta hörðnunarfasa steypu) og auka burðarþols¬eiginleika steypu (samanber stálstrefjar). Plast¬trefjar þessar opna ennfremur möguleika á nýrri gerð steypu, sjálfútleggjandi trefjasteypu, sem hefur verið notuð með ágætum við Þjórsábrú og viðgerð á Borgarfjarðarbrú. Slík steypa getur valdið byltingu t.d. í plötusteypu, þar sem rýrnunarjárnbending yrði óþörf, en steypan hefði að öðru leyti eiginleika sjálfútleggjandi steypu.
IBRI Rheocenter – a center of excellence in cement based materials
Öndvegissetur þetta var opnað formlega af iðnaðarráðherra í október sl. Tilgangurinn með setrinu er gera markaðs¬átak til að ná enn lengra á alþjóðlegum markaði, en við stofnunina eru starfandi sérfræðingar sem standa aljóð¬lega mjög framarlega í flotfræði sementbundinna efna og virkni íblöndunarefna í steypu. Rb hefur seinustu ár unnið fjölda verkefna fyrir erlend fyrirtæki s.s. sementsverksmiðjur og íblöndunarframleiðendur (m.a. tvo stærstu í heiminum, MBT/Degussa og Grace. Setrið er gert til að gera þekkingu á steinsteyputækni að útflutn¬ings¬vöru.
11.15–11.35 Skipulagsmál á Austur-Héraði – áhrif stóriðjuframkvæmda á íbúaþróun.
Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri á Egilsstöðum
Í erindinu verður kynntur undirbúningur Austur-Héraðs vegna væntanlegrar íbúafjölgunar í aðdraganda ákvörðunar um byggingu virkjunar við Kárahnjúka og byggingu álvers á Reyðarfirði. Komið verður inn á markmið bæjarstjórnar um íbúafjölgun og þau áhrif sem væntanleg íbúafjölgun hefur á rekstur sveitarfélagsins, samskipti við ríki, verktaka og önnur sveitarfélög.
11.35–11.55 Virkni steypuþekja
Hreinn Jónsson, tæknifræðingur hjá Rb.
Kynntar verða niðurstöður úr prófunum á virkni steypuþekja við tvenns konar aðstæður, það er að segja með vindi og án hans. Sagt verður frá áhrifum mismunandi tegunda steypuþekja á uppgufun vatns, áhrifum þeirra á myndun þrýstistyrks og á rýrnun steinsteypu og sprungumyndun.
11.55–13.10 Matarhlé
13.10–14.00 Turning Torso
Sten Forsström, verkfræðingur hjá SWECO ABB
HSB (A Swedish company for tenant-owner´s societies) together with the contractor NCC are currently constructing „Turning Torso“ which is a high-rise building in Malmö. The building has a height of 190m and shall include appr 12 floors of office area and 42 floors of totally appr 150 appartments. The principal load-bearing structure is a tower of in situcast concrete. At present (End of Jan. 2004) the concrete works have reached the level of appr 105 m. It is intended that the tenants will move in at the second half of 2005. The cost for the project is in the order of 900 MSEK The Architect and Designer of the project is the well known Spanish architect Santiago Calatrava. Sten Forsström has been engaged as the structural checker and as a consultant to the owner regarding the interface between design and construction. In the speech he will concentrate on the conrete design and on the considerations that lead to the chosen construction methods.
14.00–14.20 Rannsóknir á RCC-steypu vegna Norðlingaölduveitu
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, verkfræðingur hjá Hönnun hf
Í áætlunum um Norðlingaölduveitu hefur Landsvirkjun ráðgert að byggja stíflu úr RCC-steypu í farvegi Þjórsár og gæti hún, ef af verður, orðið fyrsta stífla sinnar tegundar hér á landi. RCC-steypa er þurrsteypa sem lögð er út með jarðýtu og þjöppuð með valtara. Á undanförnum tveimur árum hefur verið unnið að rannsóknum á steypu vegna fyrirhugaðrar stíflu. Vísindagrein um stífluna og steypurannsóknir vegna hennar var birt í ráðstefnuriti fjórðu alþjóðlegu ráðstefnunnar um RCC-stíflur sem haldin var í Madrid á Spáni á síðastliðnu hausti.
14.20–14.55 Kaffihlé
14.55–15.15 BM Vallá í upphafi 21. aldar
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri og Einar Einarsson verkfræðingur hjá
BM Vallá ehf
Með kaupum á Pípugerðinni, Steinprýði, Möl og Sandi og Sandi Ímúr, auk uppsetningar steypustöðvar á Reyðarfirði hefur starfsemi BM Vallá breyst nokkuð á síðustu þremur árum. Verið er að ljúka samruna þessara félaga auk innleiðingar á ISO 9001 vottun fyrir nýjar framleiðslueiningar. Farið verður yfir starfsemi félagsins í dag og innihald ISO vottunar þess.
15.15–15.35 Reynsla af notkun SCC
Kai Westphal verkfræðingur hjá Steypustöðinni hf
Á árinu 2003 sameinuðust Steypustöðin og Steinsteypan undir nafninu Steypustöðin ehf. Sagt verður frá breyttu fyrirtæki í kjölfar þess. Þá verða tekin tvö dæmi um notkun SCC steypu og hvernig kostir hennar nýttust verktakanum. Fyrra dæmið er frá byggingu Þjórsárbrúar þar sem kostir steypunnar nýttust vel við að leysa flókin verkefni. Seinna dæmið er fjallar um stigaeiningar sem voru forsteyptar á byggingarstað en með notkun á SCC var hægt að draga úr mannafla en jafnframt búa til fyrsta flokka einingar.
15.35–16.05 Steypa og múr sem ráðandi þættir í útlitsmótun bygginga
Maggi Jónsson, arkitekt
Fjallað verður um nokkur sjónarhorn á hvernig arkitektar hafa notað og nota steypu og múr sem meginefni bygginga. Einnig hvernig þessi efni eru nýtt sem áhersluatriði í fagurfræðilegri uppbyggingu.
16.05 Ráðstefnuslit