Steinsteypudagurinn 2014 var haldinn á Grand hótel föstudaginn 21. febrúar 2014 síðastliðinn.
Boðið var upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og tekið var á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum þessa dagana.
Í ár voru rúmlega 140 sem mættu á Steinsteypudaginn sem er frábær mæting og var dagurinn vel heppnaður í alla staði. Metmæting var á nemendum í ár en það voru 40 nemendur sem mættu og færum við Aalborg Portland, Norcem og Nýsköpunarmiðstöð Íslands okkar bestu þakkir fyrir að bjóða nemendum upp á frían mat á Steinsteypudaginn 2014.
Við viljum þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna í Steinsteypudeginum 2014. Hér (undir Steinsteypudagur 2014) má finna fyrirlestrana frá deginum í ár.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll að ári!