Heimsókn til ÍSTAKS – forsteypt fjölbýlishús í Safamýri 60 skoðuð með Steinsteypufélaginu

Kæru félagar, föstudaginn 29. ágúst kl. 16.00 stendur Steinsteypufélagið fyrir heimsókn í Safamýri 60 þar sem ÍSTAK byggir fjölbýlishús úr forsteyptum einingum. Óskar Helgason, yfirverkefnastjóri, Jón Ingi Georgsson, staðarstjóri í Safamýrinni og Svavar Heimisson, framleiðslustjóri steypuskála ÍSTAKS munu taka á móti okkur og segja okkur frá framkvæmdinni. Nauðsynlegt er að vera í sýnileikavesti og með […]