Steinsteypukrossgátan 2025

Eins og glöggir lesendur tóku eftir var birt Steinsteypukrossgátan 2025 í síðasta Sigmáli og höfðu ýmsir gaman. Hér kemur lausnin á gátunni.

Við minnum á ECSN veffundinn 18. mars n.k.

Næsti ECSN veffundurinn verður 18. mars n.k. Fjallað verður um ýmsar nýjungar, svo sem gervigreind, framfarir í efnistækni, stafrænar lausnir, þrívíddarprentun, hringrásarhagkerfið og sjálfbærni. Nánar má lesa um viðburðinn hér: Current and future trends in the concrete sector – ECSNFrítt er á fundinn en óskað er skráningar. Stjórn Steinsteypufélagsins hvetur áhugasama að sækja viðburðinn!

Steinsteypudagur 2025

Steinsteypudagurinn 2025 var haldinn með pomp og prakt föstudaginn 28. febrúar síðastliðinn. Dagurinn var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík eins og hefur verið hefð fyrir, um100 manns mættu og var frábær stemning í Háteig. Þess ber að nefna að búið er að bóka salinn aftur á næsta ári, svo takið frá 27. febrúar 2026! […]