Fyrstur tók til máls Karsten Iversen, varaformaður Steinsteypufélagsins. Hann fjallaði um sögu sementsfestunar á Íslandi og ræddi svo líka um þær áskoranir sem þurfti að takast á við framleiðslu á sementsfestun í steypustöð vegna Bakkavegar árið 2017.
Næst á mælandaskrá var Þorbjörg Sævarsdóttir, fagstjóri samgangna og vega hjá Eflu. Hún fjallaði um samanburð á sements-, bik- og óbundnum burðarlögum, bæði út frá framleiðslu, útlögn og endingu. Einnig fjallaði hún um efnisprófanir og falllóðsmælingar ásamt áhrifum festunar á yfirborðsstífni og niðurbeygjur.
Síðastur tók svo til máls John Skalshøi frá Aarsleff í Danmörku, en hann starfar þar sem yfirmaður rannsóknarstofu. Hann fjallaði um danska aðferðafræði, leiðbeiningar og staðla, ásamt því að fjalla um mæliaðferðir og útlögn.
Nokkuð góð mæting var á fundinn og mæltust fyrirlestrar vel fyrir af þátttakendum ásamt því að lífleg umræða var í lok fyrirlestra um efnið.
Með því að smella á myndina af hverjum fyrirlesara, má nálgast pdf af fyrirlestri hvers og eins.



